Ráða í 23 nýjar stöður yfirmanna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar inn­an og utan Land­spít­al­ans hafa gagn­rýnt þá ákvörðun stjórn­enda spít­al­ans að aug­lýsa 23 nýj­ar stöður yf­ir­manna á spít­al­an­um. Telja viðmæl­end­ur mbl.is að þar með sé enn á ný verið að hringla með stjórn­skipu­lag spít­al­ans og að ákvörðunin feli í sér aft­ur­hvarf frá breyt­ing­um á fyrra ári þegar 10 stjórn­enda­stöður voru lagðar niður.

    Run­ólf­ur Páls­son, for­stjóri Land­spít­ala er gest­ur Spurs­mála og er þar spurður út í þessa ákvörðun. Seg­ir hann eðli­legt að spurn­ing­ar vakni við ákvörðun sem þessa en að hann hafi reynt að út­skýra hvert verið sé að fara með ráðning­un­um.

    Breyt­ing­ar mik­il­væg­ar

    „Þegar ég tók við starfi for­stjóra Spít­al­ans þá rýndi ég allt stjórn­skipu­lag spít­al­ans mjög vel og hvernig það myndi nýt­ast í þeim verk­efn­um sem voru og eru. Og mér fannst mik­il­vægt að gera breyt­ing­ar, styrkja veru­lega fram­lín­u­stjórn­un­ina og minnka þá miðlæga stjórn­sýslu.“

    Hann seg­ir að þótt nú fjölgi stjórn­end­um þá sé þetta hluti af stærri breyt­ingafasa þar sem aðrar stjórn­enda­stöður hafa nú þegar verið lagðar niður.

    „Þannig að ég byrjaði reynd­ar á því að fækka þeim störf­um. Við vor­um með eina 18 miðlæga stjórn­end­ur, 8 fram­kvæmda­stjóra ef ég man rétt, 10 for­stöðumenn. Þannig að ég fækkaði þeim störf­um strax um 7 og er bú­inn að fækka um eitt í viðbót núna, þó það hafi ekki farið hátt því ég sam­einaði tvö svið. Þessi störf eru í fram­línu og þessi stjórn­un­ar­legu verk­efni eru hluta­störf í mörg­um til­vik­um.“

    Rýna öll störf á spít­al­an­um

    Og hann seg­ir að þessi vinna haldi áfram og að mark­miðið sé að bæta rekst­ur spít­al­ans og þjón­ustu.

    „En svo erum við að rýna öll störf. Það eru öll störf und­ir. Þetta er áfangi tvö núna og svo verður áfangi þrjú. Og við mun­um ein­fald­lega haga þessu eft­ir því hvernig þörf kref­ur til að ná ár­angri og það er auðvitað mark­miðið að ár­ang­urs­meta þess­ar breyt­ing­ar sem eru gerðar.“

    - Eyk­ur þetta miðstýr­ingu eða eruð þið að dreifa vald­inu til ákv­arðana­töku?

    „Það er það sem við erum að reyna að gera. Að dreifa vald­inu og gera stjórn­un­ina skil­virk­ari í fremsta lag­inu.“

    Kostnaður eykst um 250 millj­ón­ir

    - Er þetta dýr­ara?

    „Við met­um þetta sem kostnaðar­aukn­ingu núna, já. Kannski 250 millj­ón­ir. En á móti kem­ur að við vænt­um rekstr­ar­bata, og von­andi skil­ar þetta, mark­miðið er auðvitað að þetta skili sér í bætt­um rekstri, kostnaðarleg­um ávinn­ingi, betri þjón­ustu, aukn­um gæðum, auk­inni skil­virkni. Þetta eru mark­miðin.“

    Viðtalið við Run­ólf má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

    mbl.is