Ekki hægt að plana neitt enn

Ögn Þórarinsdóttir
Ögn Þórarinsdóttir Ljósmynd/Aðsend

Ögn Þór­ar­ins­dóttir seg­ir að það verði mjög tæpt að geta keypt annað hús­næði utan Grinda­vík­ur því fast­eigna­verð sé víðast hærra.

„Maður kross­legg­ur bara fing­urna og verður að vona það besta,“ seg­ir hún.

„Við erum fjög­urra manna fjöl­skylda og vor­um í 180 fm hús­næði, við þyrft­um alltaf að minnka við okk­ur og get­um gleymt því að kaupa á höfuðborg­ar­svæðinu.“ 

Í Grindavík má víða sjá svona miða.
Í Grinda­vík má víða sjá svona miða. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ögn seg­ir að þau séu að skoða hús­næði í Þor­láks­höfn, en það sé erfitt að plana nokkuð þegar ekk­ert hef­ur enn verið ákveðið.

Hún seg­ir ólík­legt að þau muni snúa aft­ur til Grinda­vík­ur. „Við erum með tvö ung börn og ég yrði aldrei ör­ugg að leyfa börn­un­um að fara út að leika sér.“

Ögn seg­ir að það sé erfitt að vera í þess­ari óvissu og von­ar að tími fram­kvæmda sé að renna upp. „Það er búið að tala um lausn­ir í þrjá mánuði og nú má eitt­hvað fara að ger­ast.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: