Tapa allri útborguninni

Grindvíkingar hafa sótt búslóðir sínar í bæinn síðustu daga.
Grindvíkingar hafa sótt búslóðir sínar í bæinn síðustu daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við keypt­um hús­næði í apríl í fyrra og ég sé fram á að við töp­um al­veg út­borg­un­inni,“ seg­ir Ell­en María Þórs­dótt­ir, íbúi í Grinda­vík, um hvað myndi blasa við henni ef hús­næðis­frum­varp fyr­ir Grind­vík­inga yrði samþykkt óbreytt.

Ellen María Þórsdóttir.
Ell­en María Þórs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við mynd­um koma út í 6-7 millj­ón króna tapi og mér finnst ansi hart að það sé verið að miða við bruna­bóta­matið sem er miklu lægra en fast­eigna­matið.“

Ell­en seg­ir að til þess að þau geti átt mögu­leika á að kaupa sér aðra eign þurfi þau að leigja í nokk­ur ár og safna aft­ur fyr­ir út­borg­un.

Sem bet­ur fer sé maður­inn henn­ar á sjó frá Stykk­is­hólmi svo hann miss­ir ekki vinn­una.

„Ég þurfti að segja upp minni vinnu því við fund­um ekk­ert hús­næði með viðráðan­lega leigu nema á Akra­nesi og núna erum við kom­in með íbúð sem við höf­um fram í ág­úst,“ seg­ir hún og að frum­varpið þurfi að tryggja jafn­ræði fyr­ir alla Grind­vík­inga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: