„Þessar fréttir voru alveg æðislegar,“ segir Hólmfríður Georgsdóttir og vísar þar til ánægjulegs símtals frá dóttur sinni.
Í kjölfar viðtals við Hólmfríði í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem hún spurði meðal annars hversu lengi gamla fólkið í Grindavík þyrfti að bíða eftir varanlegu húsnæði, fékk Rósa, dóttir Hólmfríðar, símtal utan úr bæ sem svaraði þeirri spurningu. „Þessa íbúð fáum við 1. apríl og fáum að vera þar í eitt ár,“ segir Hólmfríður og þakklætið leynir sér ekki í rödd hennar.
Þau hjónin Hólmfríður og Árni hafa haldið til í sumarhúsi í Ölfusborgum á vegum Verkalýðsfélags Akraness, síðan fólki var gert að yfirgefa Grindavíkurbæ í nóvember á síðasta ári.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.