Myndskeið: Laufey söng óvænt með Tom Odell

Tom Odell og Laufey Lín Jónsdóttir tóku hugljúfan dúett á …
Tom Odell og Laufey Lín Jónsdóttir tóku hugljúfan dúett á tónleikum hennar í Lundúnum. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir er á tón­leika­ferðalagi um þess­ar mund­ir. Hún kom fram í Lund­ún­um í Bretlandi í gær þar sem hún söng óvænt með tón­list­ar­mann­in­um Tom Odell við mik­il fagnaðarlæti áhorf­enda. 

Odell er Brit-tón­list­ar­verðlauna­hafi sem hef­ur notið mik­illa vin­sælda um all­an heim. Hann hef­ur komið tvisvar sinn­um fram á tón­leik­um á Íslandi, fyrst árið 2014 og síðan árið 2016. Hann á þekkta smelli á borð við Anot­her Love, Black Fri­day og Heal

Odell birti mynd­band frá tón­leik­un­um á In­sta­gram-síðu sinni, en þar sést Lauf­ey kynna hann inn á sviðið. „Ég er með eitt óvænt í viðbót fyr­ir ykk­ur. Mig lang­ar að bjóða Tom Odell að koma og syngja með mér,“ sagði hún á sviðinu og mik­il fagnaðarlæti brut­ust út. Við mynd­bandið skrifaði Odell: „Ynd­is­legt að syngja Black Fri­day með þér Lauf­ey.“

Í um­mæl­um und­ir mynd­bandið sagði Lauf­ey dú­ett­inn hafa verið hápunkt vik­unn­ar. „Ég elska að syngja með þér!“ bætti hún við. 

Lauf­ey birti einnig mynd­band af dú­ett­in­um á TikT­ok-síðu sinni með yf­ir­skrift­inni: „Ég bauð Tom Odell á tón­leik­ana mína í Lund­ún­um og hann samþykkti að koma upp á svið og syngja dú­ett með mér.“ Þau tóku eitt af þekkt­ustu lög­um Odells á hug­ljúf­an máta.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Tom Odell (@tom­peterodell)

mbl.is