Poppdrottningin Madonna datt á sviðinu

Tónleikaferðalag söngkonunnar frestaðist vegna veikinda hennar.
Tónleikaferðalag söngkonunnar frestaðist vegna veikinda hennar. AFP

Söng­kon­an Madonna lenti í smá óhappi á tón­leik­um sín­um í Seattle í Banda­ríkj­un­um á sunnu­dag. Hún datt þegar einn af döns­ur­um henn­ar mis­steig sig í miðju lagi, en dans­ar­inn var að draga Madonnu um sviðið er hún sat á stól og söng fyr­ir spennta áhorf­end­ur. Mynd­skeið af at­vik­inu hef­ur farið víða á sam­fé­lags­miðlum. 

Madonna, 65 ára, tæklaði at­vikið eins og sann­ur fagmaður og hélt flutn­ingi sín­um á lag­inu „Open Your Heart“, sem hún gerði vin­sælt árið 1986, áfram og án þess að hika. 

Söng­kon­an átti að hefja tón­leika­ferðalag sitt, titlað Celebrati­on Tour, í júlí í fyrra, en það frestaðist vegna veik­inda henn­ar. Madonna var lögð inn á spít­ala með al­var­lega bakt­eríu­sýk­ingu í júní en byrjaði að túra síðla októ­ber og er tón­leika­ferðalagið á áætl­un til aprílloka.  

mbl.is