Ætla að landa í Grindavík á morgun

Jóhann Vignir Gunnarsson í Grindavík í morgun.
Jóhann Vignir Gunnarsson í Grindavík í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jó­hann Vign­ir Gunn­ars­son, yf­ir­maður land­vinnslu hjá Þor­birni, ger­ir ráð fyr­ir því að landað verði á morg­un og fisk­ur tek­inn í vinnslu en köldu vatni verður hleypt á hafn­ar­svæðið í Grinda­vík í dag.

Hann seg­ir að smá tíma taki þó fyr­ir hlut­ina til að kom­ast aft­ur í eðli­legt horf. 

„Við erum bún­ir að vera að vinna hérna ein­hverja daga í janú­ar og fe­brú­ar og byrjuðum af full­um krafti á mánu­dag­inn,” seg­ir Jó­hann Vign­ir, sem ræddi við blaðamann í Grinda­vík í morg­un.

Hann seg­ir að kalda vatnið muni skipta sköp­um fyr­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins en hingað til hef­ur afurðum sem hafa verið í salti ein­göngu verið pakkað niður en ekk­ert vatn þarf í þá starf­semi.

Hluti starfs­manna ekki snúið aft­ur

Um 35 til 40 manns eru að störf­um núna í land­vinnsl­unni hjá Þor­birni. Hluti starfs­mann­anna fór er­lend­is þegar starf­sem­in hætti í kjöl­far jarðhrær­ing­anna í bæn­um og hafa þeir ekki snúið aft­ur.

Jó­hann Vign­ir, sem er Grind­vík­ing­ur, svaf heima hjá sér í nótt og kveðst ætla að búa áfram í bæn­um.

mbl.is