Hrun í sölu nýrra rafbíla

Rafbíll í hleðslu.
Rafbíll í hleðslu. mbl.is/Árni Sæberg

Tæp­lega 50% færri raf­bíl­ar hafa selst á Íslandi frá ára­mót­um en á sama tíma­bili í fyrra. Miðað er við fólks­bíla og sölu til og með 16. fe­brú­ar. Þá hef­ur sala bens­ín- og dísel­bíla dreg­ist sam­an um 45% á sama tíma­bili.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu Brim­borg­ar á töl­um Sam­göngu­stofu. Sam­kvæmt grein­ing­unni hef­ur sala raf­bíla hrunið í öll­um flokk­um hvort sem litið er til sölu til ein­stak­linga, fyr­ir­tækja eða bíla­leiga.


Nán­ar til­tekið dróst sala nýrra fólks­bíla sam­an um 43% frá 1. janú­ar til og með 16. fe­brú­ar. Sala raf­bíla var 49% minni og sala bens­ín- og dísel­bíla var 45% minni. Sé horft til fe­brú­ar ein­göngu er sam­drátt­ur­inn enn meiri. Um 54% sam­drátt­ur var þá í sölu fólks­bíla og sala raf­bíla dróst sam­an um 79%. Hins veg­ar dróst sala bens­ín- og dísel­bíla aðeins sam­an um 7%.

„Þetta var allt fyr­ir­séð. Það var búið að benda á þetta og vara við þessu en það var ekki hlustað og núna erum við í þess­ari stöðu,“ seg­ir Eg­ill Jó­hanns­son for­stjóri Brim­borg­ar um áhrif hærri skatta á söl­una.

Aukn­ar álög­ur hafa áhrif

Kíló­metra­gjald var lagt á raf­bíla um ára­mót­in og seg­ir Eg­ill það ekki einu ástæðuna fyr­ir hrun­inu held­ur séu að birt­ast sam­an­lögð áhrif átta aðgerða gegn orku­skipt­um síðustu tvö ár.

Brynj­ar Elef­sen Óskars­son for­stjóri BL seg­ir bílaum­boðið hafa gert ráð fyr­ir 15-20% sam­drætti í sölu raf­bíla milli ára. Skatta­hækk­an­ir hafi áhrif en fleira komi til.

„Ég held að kíló­metra­gjaldið hafi líka truflað. Það er eng­inn vafi á því en svo eru ytri aðstæður að trufla líka og kannski mest. Þá meðal ann­ars hátt vaxta­stig og að ekki sé búið að ljúka kjara­samn­ing­um. Þannig að ég held að marg­ir þætt­ir komi sam­an og svo var mik­il sala und­ir lok síðasta árs þegar hillti und­ir þess­ar breyt­ing­ar,“ seg­ir Brynj­ar um ástæður minni sölu.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina