Klofningur um kvótasetninguna

Útgerðir á Húsavík styðja kvótasetningu grásleppuveiða, en ekki eru allir …
Útgerðir á Húsavík styðja kvótasetningu grásleppuveiða, en ekki eru allir grásleppusjómenn sammála. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Enn rík­ir mik­ill klofn­ing­ur meðal grá­sleppu­sjó­manna í tengsl­um við fyr­ir­hugaða kvóta­setn­ingu veiðanna með frum­varpi til laga sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi, að því er seg­ir í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Á meðan Lands­sam­band smá­batáeig­enda, Smá­báta­fé­lag Reykja­ness og fleiri lýsa al­gjörri and­stöðu við frum­varpið í um­sögn­um til at­vinnu­vega­nefnd­ar, lýsa aðrir yfir stuðningi við það.

„Und­ir­ritaðir lýsa yfir full­um stuðningi við frum­varp fyr­ir­hugaðra breyt­inga og telja ljóst að stýr­ing veiða með afla­marki í grá­sleppu muni leiða af sér ótví­ræða hag­kvæmni, sjálf­bærni, stöðug­leika, ör­yggi og fyr­ir­sjá­an­leika veiða og vinnslu. Þá muni breyt­ing­arn­ar stuðla að ná­kvæm­ari, skarp­ari og meiri getu til sókn­ar inná nýja markaði og auk­inn­ar vöruþró­un­ar. Óviss­an minnk­ar til muna og ólymp­ísk­ar veiðar með til­heyr­andi um­hverf­isáhrif­um hverfa. Því meiri sem fyr­ir­sjá­an­leiki veiða og vinnslu er; því lík­legra til ár­ang­urs. Það gild­ir um all­ar teg­und­ir,“ seg­ir í um­sögn sjö grá­sleppu­út­gerða á Húsa­vík.

Und­ir um­sögn­ina rita þeir Jó­hann Gunn­ars­son sem ger­ir út Sól­eyju ÞH, Sig­urður Kristjánss­son á Ósk ÞH, Gunn­ar Gunn­ars­son á Eyrúnu ÞH, Þórður Birg­is­son sem ger­ir út Mána ÞH, Guðmund­ur A. Hólm­geirs­son á Aroni ÞH, Stefán Guðmunds­son á Aþenu ÞH og Gunn­laug­ur K. Hreins­son eig­andi GPG Sea­food.

Ein­ar E. Sig­urðsson á Raufar­höfn er sam­mála grá­sleppu­út­gerðunum á Húsa­vík og mæl­ir með samþykkt frum­varps­ins. Það gera einnig fé­lags­menn báta­fé­lags­ins Ægis í Stykk­is­hólmi.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: