Lokun Skápsins tvímælalaust að skila sér

Karl Sveinsson er mikill reynslubolti og þekkir greinina út og …
Karl Sveinsson er mikill reynslubolti og þekkir greinina út og inn, en hann hefur rekið Fiskverkun Kalla Sveins frá árinu 1986 og gerir út bátana Emil NS og Tona NS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2024 hef­ur farið vel af stað hjá út­gerð Karls Sveins­son­ar á Borg­ar­f­irði eystri. Afla­brögðin hafa verið góð og stór þorsk­ur enn á miðunum, og teng­ist það lík­lega stöðvun tog­ara­veiða inn­an 12 mílna að sögn hans.

„Árið hef­ur nú oft byrjað verr. Vel hef­ur gengið í janú­ar en það hef­ur verið bræla í að verða hálf­an mánuð, en það hef­ur komið fyr­ir und­an­farna vet­ur að við höf­um ekki kom­ist á sjó í sex vik­ur. Nú hef­ur oft­ast verið hægt að róa í hverri viku,“ seg­ir Karl í viðtali í fe­brú­ar­blaði 200 mílna. Hann ger­ir út línu­bát­ana Tona NS-20 og Emil NS-5.

Fisverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystri.
Fis­verk­un Kalla Sveins á Borg­ar­f­irði eystri.

Vetr­ar­vertíðin er þó aðeins óvana­leg að þessu sinni þar sem hefðbundið er að stóri þorsk­ur­inn, fisk­ur sem er átta kíló eða stærri, hverf­ur af miðunum í enda októ­ber eða byrj­un nóv­em­ber. „Núna eru um 20 til 30 pró­sent af fisk­in­um átta kíló eða stærri. Það er mjög óvana­legt að stóri fisk­ur­inn skuli ekki yf­ir­gefa okk­ur og eins líka ýsan, því það eru ekki ægi­lega mörg ár síðan hún hvarf við ára­mót­in og sást ekki fyrr en um sum­ar.“

Hvað ætli skýri það að fisk­ur­inn er enn á miðunum?

„Það gæti verið að það sé eitt­hvað með sjáv­ar­hita sem ræður því, en svo skul­um við ekki gleyma því að okk­ur tókst að loka Skápn­um – það var opið hérna inn á sex míl­ur fyr­ir tog­ara­skratt­ana. Þetta er tví­mæla­laust að skila sér, það er ekki nokk­ur vafi á því. Þeir voru hérna skarkandi al­veg á sex míl­ur aust­ur úr Glett­ingi og norður á Flóa, en nú eru þetta 12 míl­ur og það mun­ar um það að friða svæðið fyr­ir inn­an,“ svar­ar Karl.

Viðtalið við Karl má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: