Grásleppa klauf meirihluta sveitarstjórnar

Ekki var eining um vinnsluskyldu grásleppu innan meirihluta í sveitarstjórn …
Ekki var eining um vinnsluskyldu grásleppu innan meirihluta í sveitarstjórn Langanesbyggðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Meiri­hluti H-lista í Langa­nes­byggð virðast hafa klofnað á sveit­ar­stjórn­ar­fundi í gær í af­stöðu til vinnslu­skyldu grá­sleppu­afla sem landað er í sveit­ar­fé­lag­inu á grund­velli veiðiheim­ilda sem fást gegn­um byggðakvóta.

Fyr­ir sveit­ar­stjórn lágu tvær til­lög­ur, önn­ur frá H-lista sem er í fjög­urra manna meiri­hluta og hin frá L-lista sem er í þriggja manna minni­hluta. Báðar til­lög­urn­ar féllu á jöfnu.

Þor­steinn Ægir Eg­ils­son, full­trúi L-list­ans, tók til máls á fund­in­um og benti á að eng­in fisk­vinnsla hafi keypt grá­sleppu til vinnslu í sveit­ar­fé­lag­inu á síðasta fisk­veiðiári. Auk þess væri ekk­ert sem benti til þess að breyt­ing yrði þar á. „Fjöl­marg­ir kvóta­litl­ir eða laus­ir grá­sleppu­bát­ar höfðu nýtt grá­sleppu sem mót­fram­lag til byggðakvóta fram að því og vilja full­trú­ar L-lista styðja við bakið á hnign­andi smá­báta­út­gerð,“ sagði hann.

Var lagt til að grá­sleppa sem landað er í sveit­ar­fé­lag­inu yrði und­anþegin vinnslu­skyldu, þannig yrði ekki kraf­ist vinnslu­samn­ings vegna þeirr­ar teg­und­ar og að vigt­un til byggðakvóta á hafn­ar­vog í Langa­nes­byggð yrði met­in nægj­an­leg til að upp­fylla skil­yrði gild­andi reglu­gerðar um vinnslu­skyldu.

Grásleppan er víða mikilvæg tekjulind fyrir smábátaútgerðir.
Grá­slepp­an er víða mik­il­væg tekju­lind fyr­ir smá­báta­út­gerðir. mbl.is/​Lín­ey sig­urðardótt­ir

Báðar felld­ar á jöfnu

Til­lag­an var hins veg­ar felld á jöfnu er þrír full­trú­ar minni­hlut­ans kusu með til­lög­unni, þrír full­trú­ar meiri­hlut­ans kusu gegn henni en fjórði full­trúi meiri­hlut­ans Helga G. Henrýs­dótt­ir sat hjá.

Var því næst bor­in upp til­laga meiri­hlut­ans (H-lista): „Sveit­ar­stjórn mun ekki leggja til frek­ari breyt­ing­ar á regl­um um byggðakvóta. En hvet­ur bréf­rit­ara til að beita sér í þágu þess að vinnsla á grá­sleppu verði til staðar í byggðarlag­inu. Jafn­framt fel­ur sveit­ar­stjórn, sveit­ar­stjóra að boða til op­ins umræðufund­ar um byggðakvóta í októ­ber næst­kom­andi, með sveit­ar­stjórn til að ræða til­lög­ur kom­andi fisk­veiðiárs.“

Var þessi til­laga einnig felld á jöfnu er þrír full­trú­ar meiri­hlut­ans greiddu at­kvæði með til­lög­unni en fjórði full­trúi meiri­hlut­ans sat aft­ur hjá, á meðan greiddu full­trú­ar minni­hlut­ans gegn til­lög­unni.

Ákveðið var að fresta mál­inu til næsta sveit­ar­stjórn­ar­fund­ar.

mbl.is