Heimaey bættist í hóp leitarskipa

Heimaey VE mun leita loðnu norðvestur af landinu, en veðurskilyrði …
Heimaey VE mun leita loðnu norðvestur af landinu, en veðurskilyrði eru ekki góð. mbl.is/Börkur Kjartansson

Heima­ey VE lagði frá bryggju í morg­un og mun skipið vera við leit og mæl­ingu á loðnu norðvest­an við land næstu daga. Eru þá skip­in sem nú leita loðnu orðin þrjú, en tvö skip héldu til veiða í gær.

Ekki er vitað hve lang­an tíma Heima­ey mun þurfa til að ljúka mæl­ing­um þar sem veður­spá­in er óhag­stæð, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar sviðsstjóra upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF og græn­lenska skipið Pol­ar Ammassak héldu í leit að loðnu suðaust­ur af land­inu í gær og hófts þannig fjórða til­raun til að finna loðnu frá haust­mæl­ingu á síðasta ári.

Guðmund­ur áætl­ar að eiðang­ur Ásgríms Hall­dórs­son­ar og Pol­ar Ammassak muni taka um tvo til þrjá daga.

mbl.is