Það eru ótal ástæður fyrir að elska Kaupmannahöfn

Það er heilmargt að sjá og gera í Kaupmannahöfn.
Það er heilmargt að sjá og gera í Kaupmannahöfn. Samsett mynd

Það er alltaf ynd­is­legt að heim­sækja Kaup­manna­höfn. Borg­ina þarf vart að kynna fyr­ir lands­mönn­um. Höfuðborg Dan­mörku hef­ur verið vin­sæll áfangastaður meðal Íslend­inga í ár­araðir enda alltaf nóg að sjá og gera í Kaup­manna­höfn.

Borg­in iðar af lífi, lit­um, ynd­is­legu fólki og menn­ingu. Þar er hægt að njóta ein­staks arki­tekt­úrs, mat­ar­menn­ing­ar, nátt­úru­feg­urðar og lista.

Tíma­ritið Har­pers Baza­ar tók sam­an lista yfir það besta sem borg­in hef­ur upp á að bjóða. 

Göngu­túr um Nýhöfn

Litadýrðin við Nýhöfn er engu lík.
Lita­dýrðin við Nýhöfn er engu lík. Ljós­mynd/​Kristij­an Arsov

Hjól­reiðatúr um borg­ina líkt og sann­ur Dani

Reiðhjól eru mjög vinsæll ferðamáti í Danmörku.
Reiðhjól eru mjög vin­sæll ferðamáti í Dan­mörku. Ljós­mynd/​And­ers Morten­sen

Laut­ar­ferð í Frederiks­berg

Það er mikið af fallegum görðum í Frederiksberg og því …
Það er mikið af fal­leg­um görðum í Frederiks­berg og því upp­lagt að eyða sól­rík­um degi með vin­um og njóta góðs mat­ar. Ljós­mynd/​Cal­vin Shelwell

Splæstu í danska pylsu

Öll elskum við SS en danska pylsan er líka ljúffeng.
Öll elsk­um við SS en danska pyls­an er líka ljúf­feng. Ljós­mynd/​Christian Wert­her

Heim­sókn á danska hönn­un­arsafnið 

Það er ótrúlega margt að sjá og upplifa á danska …
Það er ótrú­lega margt að sjá og upp­lifa á danska hönn­un­arsafn­inu. Ljós­mynd/​Lukas Bu­ko­ven

Labbit­úr um Jæ­gers­borgga­de

Ein af vinsælustu götum borgarinnar er Jægersborggade.
Ein af vin­sæl­ustu göt­um borg­ar­inn­ar er Jæ­gers­borgga­de. Skjá­skot/​Face­book

Farðu í pott­ana í Copen­Hot

Er eitthvað betra en að sitja í heitum potti eða …
Er eitt­hvað betra en að sitja í heit­um potti eða sánu með þetta út­sýni og einn kald­an? Skjá­skot/​In­sta­gram

Hágæðamat­ur með hafn­ar­út­sýni

Einn hressasti matarmarkaður Kaupmannahafar er Reffen. Á Ref­fen er alltaf …
Einn hress­asti mat­ar­markaður Kaup­manna­haf­ar er Ref­fen. Á Ref­fen er alltaf ótrú­lega mögnuð stemn­ing, oft lif­andi tónlist og æv­in­týra­legt matar­úr­val! Ljós­mynd/​Febiy­an
mbl.is