Draga til baka fullyrðingu um stálverð

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:08
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Í til­kynn­ingu Vega­gerðar­inn­ar frá því í byrj­un fe­brú­ar var það meðal ann­ars nefnt sem ástæða fyr­ir hækk­andi kostnaðarmati á brú yfir Foss­vog að stál­verð hefði hækkað gríðarlega vegna stríðsátak­anna í Úkraínu.

Í viðtali í Spurs­mál­um var Bergþóru Þor­kels­dótt­ur, for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar, bent á að stál­verð nú væri á svipuðum slóðum og árið 2019 og gæti því ekki tal­ist rök­semd fyr­ir því að kostnaður við brú­ar­fram­kvæmd­ina væri nú áætlaður tæp­ir 9 millj­arðar í stað 5 millj­arða eins og lagt var upp með.

Starfsmaður fór ára­villt

Benti for­stjór­inn þá á að þarna hefði starfs­manni stofn­un­ar­inn­ar orðið á í mess­unni, hann farið ára­villt og frétt­in stæði nú leiðrétt á vefn­um. Ekki kem­ur fram í frétt Vega­gerðar­inn­ar að hún hafi verið leiðrétt eða vegna hvers. Hins veg­ar stend­ur full­yrðing­in óhögguð í sam­svar­andi frétt á heimasíðu Betri sam­gangna þar sem seg­ir:

„Sig­ur­til­lag­an er stál­brú og hef­ur stál­verð hækkað um 50% á heimsvísu á und­an­förn­um árum. Þessa miklu hækk­un má rekja til viðvar­andi stríðsátaka í Úkraínu.“

Viðtalið við Bergþóru má sjá og heyra í heild sinni hér:


 

mbl.is