Útlit brúarinnar kostar skildinginn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Það er gríðarlega hár verðmiði og fyr­ir mig, sem er í gríðarlega knappt fjár­mögnuðu um­hverfi sam­göngu­mála, svíður þessi verðmiði. Ég ætla ekk­ert að draga úr því.“ Þetta seg­ir Bergþóra Þor­kels­dótt­ir for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar í viðtali í Spurs­mál­um þegar talið berst að fyr­ir­hugaðri brú fyr­ir stræt­is­vagna og hjólandi og gang­andi veg­far­end­ur yfir Foss­vog.

    Verðmiðinn stend­ur nú í 8,8 millj­örðum króna en var um 5 millj­arðar þegar lagt var af stað í að koma fram­kvæmd­inni á kopp­inn.

    Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi.
    Svona verður út­sýnið yfir Foss­vogs­brú frá Kópa­vogi. Ljós­mynd/​Efla/​Beam Architects

    Bergþóra seg­ir hins veg­ar að þessi fram­kvæmd verði alltaf dýr, enda sé um að ræða langa og mjög breiða brú en stefnt er að því að hún verði fimm mjó­ar ak­rein­ar og allt að 17 metr­ar á breidd á meðan brú­in yfir Þorska­fjörð, sem nefnd hef­ur verið í sömu andrá, er áþekk að lengd en aðeins 10 metra breið. Sú brú kostaði rétt ríf­lega 2 millj­arða og var tek­in í notk­un í októ­ber í fyrra.

    Alltaf stór og dýr brú

    „Næsta spurn­ing er hvort við get­um leyft okk­ur að hafa þessa brú íburðarmeiri en aðrar brýr og borga í viðbót fyr­ir það. Ef það er snjallt að hafa brú yfir Foss­vog þá verður það alltaf stór brú og hún mun alltaf kosta, ef við ætl­um að hafa hana hönn­un­ar­brú þá kost­ar það meira,“ seg­ir Bergþóra.

    Hún seg­ist þó ekk­ert geta sagt til um hvað fram­kvæmd af þessu tagi myndi kosta ef ákveðið yrði að slá af kröf­um um sér­stakt út­lit eða íburð.

    Viðtalið við Bergþóru má sjá og heyra í heild sinni hér:

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:

    Bloggað um frétt­ina