„Það er mjög gott að róa frá Grindavík“

Hraunsvík GK
Hraunsvík GK Ljósmynd/Vigfús Markússon

„Við höf­um helst viljað róa frá Grinda­vík en þegar við höf­um verið í viðskipt­um í Kefla­vík er landað þar. Við tók­um tvo til þrjá róðra frá Hafnar­f­irði í des­em­ber og það gekk bara mjög vel. Þetta eru að meðaltali um fimm tonn í róðri, sem er bara mjög fínt,“ seg­ir Vikt­or Jóns­son í viðtali í fe­brú­ar­blaði 200 mílna. Hann hef­ur ásamt Brynj­ólfi Gísla­syni gert út neta­bát­inn Hrauns­vík GK-75.

Þegar rætt var við Vikt­or fyrr í mánuðinum var ekki búið að gefa leyfi fyr­ir at­vinnu­starf­semi í Grinda­vík og sagði hann við þær aðstæður sorg­legt að vita ekki hvenær hægt yrði hægt að róa frá Grinda­vík á ný. Þar sé höfn­in til fyr­ir­mynd­ar og gjöf­ul fiski­mið beint við inn­sigl­ing­una.

„Við byrjuðum með hend­ur tóm­ar og keypt­um bát 2004 og fram til 2007 keypt­um við tals­verðar afla­heim­ild­ir, sem við höf­um nán­ast aldrei veitt því það hafa verið svo mikl­ar skerðing­ar,“ svar­ar hann spaugi­leg­ur og fliss­ar er hann er spurður um upp­haf út­gerðar­inn­ar. Þann 15. októ­ber er tveggja ára­tuga af­mæli út­gerðar þeirra fé­laga.

Viktor Jónsson ásamt félaga sínum Brynjólfi Gíslasyni, að greiða flækjur …
Vikt­or Jóns­son ásamt fé­laga sín­um Brynj­ólfi Gísla­syni, að greiða flækj­ur úr net­um á bryggj­unni á Grinda­vík fyr­ir nokkr­um árum. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Síðustu móhíkan­arn­ir

Tölu­verðar sveifl­ur hafa verið í út­gerð Hrauns­vík­ur og á bestu ár­un­um náðu fé­lag­arn­ir upp und­ir 500 tonna afla á árs­grund­velli, en verst gekk 2012 þegar afl­inn var aðeins 72 tonn. „Við höf­um veitt ein­hver 100 tonn á ári síðustu tvö ár, þannig að þetta er al­veg að verða búið. Þessi ein­yrkj­a­starf­semi er að fjara út,“ seg­ir Vikt­or.

Hann er kom­inn í annað starf sem stýri­maður á Sól­eyju Sig­ur­jóns GK og er út­gerð Hrauns­vík­ur orðin viðbót við það.

Á dögunum byrjuðu sumir að landa í Grindavík á ný.
Á dög­un­um byrjuðu sum­ir að landa í Grinda­vík á ný. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Er gott að róa frá Grinda­vík?

„Já, það er mjög gott að róa frá Grinda­vík. Það er svo stutt á miðin, það þarf bara að fara rétt út fyr­ir inn­sigl­ingu. Við höf­um farið út um fimm-sex-leytið að morgni og lagt net­in, svo fengið okk­ur kaffi­sopa og svo höf­um við bara byrjað að draga. Við höf­um alltaf byrjað í janú­ar og það er alltaf gríðarlega mikið af fiski þarna og erum eig­in­lega ein­ir að þessu. Við erum síðustu móhíkan­arn­ir á þorska­net­um, þessi veiðimennska er að hverfa.“

Viðtalið við Vikt­or má lesa í heild sinni í síðasta blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: