Grásleppuveiðum flýtt og hefjast á föstudag

Grásleppubátar geta hafið veiðar mun fyrr en áður. Þetta gæti …
Grásleppubátar geta hafið veiðar mun fyrr en áður. Þetta gæti bætt möguleika til þátttöku í sölu hrogna til Danmerkur. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Grá­sleppu­veiðar hefjast föstu­dag­inn 1. mars, sem er mun fyrr en venja er. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð þess efn­is sem staðgeng­ill mat­vælaráðherra.

Ákvörðunin kem­ur í kjöl­far beiðni Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS) um að flýta upp­hafs­degi veiðanna. Hafði sam­bandið sent mat­vælaráðuneyt­inu bréf í síðustu viku þar sem óskað var eft­ir því að grá­sleppu­veiðar myndu hefjast fyrr.

„Meg­in ástæða beiðninn­ar er að á und­an­förn­um árum hef­ur markaður fyr­ir fersk grá­sleppu­hrogn í Dan­mörku farið vax­andi. Sam­fara hef­ur út­flutn­ing­ur héðan auk­ist jafnt og þétt og skilað góðu verði til sjó­manna og út­flytj­enda. Markaður­inn er þó enn tak­markaður við tím­ann frá ára­mót­um og fram að pásk­um. Þar sem pásk­ar eru mjög snemma í ár, páska­dag­ur 31. mars, er hætt við að ís­lensk­ir sjó­menn geti ekki nýtt sér eða annað markað fyr­ir fersk grá­sleppu­hrogn hefj­ist vertíðin 20. mars. Auk hrogna frá Íslandi selja dansk­ir og sænsk­ir sjó­menn hrogn sín inn á þenn­an markað,“ sagði í bréf­inu.

Vonir eru um að geta selt hrogn grásleppunar á dönskum …
Von­ir eru um að geta selt hrogn grá­slepp­un­ar á dönsk­um markaði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nokkr­ar breyt­ing­ar á veiðum

Á vef sín­um vek­ur LS at­hygli á því að í reglu­gerðinni eru nokkr­ar breyt­ing­ar frá fyrri til­hög­un veiðanna.

Hvert veiðileyfi er gefið út til 25 sam­felldra veiðidaga en í nýju reglu­gerðinni er hver lönd­un tal­in sem einn dag­ur og dregst þannig frá sam­felld­um dög­um.

Þá er skylt að draga grá­sleppu­net eigi síðar en tveim­ur sól­ar­hring­um eft­ir að þau eru lögð í sjó. Skulu net dreg­in upp og geymd ef út­lit er fyr­ir að ekki sé hægt að draga næstu tvo sól­ar­hringa. Jafn­framt er óheim­ilt að vera með fleiri net í sjó en svo að hægt sé að draga þau upp í einni veiðiferð.

Enn eru grá­sleppu­veiðar leyf­is­skyld­ar en fyr­ir Alþingi ligg­ur frum­varp um kvóta­setn­ingu veiðanna. Ekki er ljóst hvenær eða hvort frum­varpið fæst af­greitt, en litl­ar lík­ur eru á að frum­varpið hafi áhrif á grá­sleppu­veiðar á þessu ári.

mbl.is