Hagnaður Brims dróst saman um 20%

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir ársreikning Brims sýna styrkleika fjölbreytts …
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segir ársreikning Brims sýna styrkleika fjölbreytts rekstrus þar sem góður gangur í uppsjávarafurðum hafi vegið á móti lakari gengi í botnfiskafurðum. mbl.is/Hallur Már

Brim hf. hagnaðist um 62,9 millj­ón­ir evra á síðasta ári, jafn­v­irði 9,4 millj­arða króna. Er þetta um 20% minni hagnaður árið 2022 þegar hann nam 79,3 millj­ón­ir evra. Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins juk­ust um sjö millj­ón­ir evra milli ára og enduðu í 949,7 millj­ón­um evra, jafn­v­irði rúm­lega 142 millj­arða ís­lenskra króna.

Þetta má lesa í til­kynn­ingu í til­efni af árs­reikn­ingi Brims sem birt­ur var fyr­ir helgi.

Legg­ur stjórn fé­lags­ins til að aðal­fund­ur Brims, sem hald­inn er 21. mars, samþykki arðgreiðslu til hlut­hafa sem nem­ur tveim­ur krón­um á hlut, eða 3,8 millj­arða króna.

Stefnt er að því að greiða 3,8 milljarða í arð …
Stefnt er að því að greiða 3,8 millj­arða í arð til hlut­hafa Brims. mbl.is/​​Hari

Lægri fram­legð botn­fisksviðs

Á vef Brims seg­ir að „rekst­ur botn­fisksviðs á ár­inu skilaði lægri fram­legð en und­an­far­in tvö ár einkum vegna aðstæðna á mörkuðum þar sem þrýst­ing­ur var á afurðaverð.  Verð á sjó­fryst­um þorskaf­urðum lækkuðu einna mest en verð á landunn­um afurðum hélst nokkuð stöðugt. Nokkr­ar breyt­ing­ar urðu í út­hlut­un á afla­heim­ild­um kvóta­árið 2023/​2024.“

Þá seg­ir að vel hafi gengið í veiðum og vinnslu upp­sjáv­ar­fisks árið 2023. „Vel gekk að selja loðnu­hrygnu en það hægði tölu­vert á loðnu­hrogna­sölu og einnig varð tölu­verð verðlækk­un á loðnu­hrogn­um vegna mik­ill­ar fram­leiðslu. Hæg­ar gekk að selja loðnu­hæng en áætlað var vegna ástands á landa­mær­um Pól­lands og Úkraínu. Sala á mak­rílaf­urðum gekk vel og voru verð sam­bæri­leg milli ára 2022 og 2023. Mik­il eft­ir­spurn var eft­ir síld­ar­af­urðum og voru verð hærri en árið áður. Markaðir fyr­ir mjöl og lýsisaf­urðir voru mjög sterk­ir og afurðaverð góð.“

Við árs­lok 2023 voru skip Brims tíu tals­ins og nam afli skip­anna 44 þúsund tonn­um af botn­fiski og 165 þúsund tonn­um af upp­sjáv­ar­fiski sem er um þúsund tonn­um meira í báðum teg­unda­flokk­um en skip­in veiddu 2022.

Í apríl var gengið frá viðskipt­um vegna kaupa Brims á 50% eign­ar­hlut í danska fé­lag­inu Pol­ar Sea­food Den­mark A/​S (PSD). PSD er sölu­fyr­ir­tæki, vinnsluaðili og út­flytj­andi sjáv­ar­af­urða úr Norður-Atlants­hafi. KAup­verðið var um 12 millj­arðar ís­lenskra króna.

Óvænt veiðibann

„Rekst­ur Brims var traust­ur á ár­inu 2023 þó gengið hafi á með skini og skúr­um í starf­semi fé­lag­ins.  Heim­ild­ir til veiða juk­ust á sum­um fisk­teg­und­um en minnkuðu á öðrum og hurfu jafn­vel eins og á djúpkarfa en þær veiðar voru skyndi­lega bannaðar eins og þruma úr heiðskíru lofti. Á okk­ar er­lendu mörkuðum eru aðstæður mis­jafn­ar. Sumstaðar eru háð stríð og stjórn­ar­far er ótryggt og víða geis­ar verðbólga sem hef­ur marg­vís­leg áhrif á viðskipta­vini okk­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son for­stjóri Brims í til­kynn­ing­unni.

Hafi á ár­inu komið í ljós sá styrk­ur sem felst í fjöl­breytt­um rekstri, að sögn hans, þar sem af­koma upp­sjáv­ar­sviðs var góð á meðan rekst­ur botn­fisksviðsins var erfiðari.

„Óviss­an í rekstri á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki er marg­vís­leg ekki síst þegar stríð geisa nærri mörkuðum okk­ar í Evr­ópu og heims­byggðin öll glím­ir við verðhækk­an­ir og verðbólgu. Hér á landi bæt­ir síðan í alla óvissu þegar stjórn­sýsla og stjórn­völd boða ít­rekað breyt­ing­ar á for­send­um í rekstri grein­ar­inn­ar og þeirri um­gjörð sem fyr­ir­tæk­in hafa lagað sig að í ára­tugi. Öll hag­nýt­ing auðlinda kall­ar á lang­tíma­hugs­un og fjár­fest­ing­ar sem borga sig upp á ára­tug­um. Stöðug­leiki skap­ar for­send­ur fyr­ir auk­inni arðsemi,“ seg­ir Guðmund­ur

mbl.is