Alma Möller: „Íhuga að íhuga forsetaframboð“

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alma Möller land­lækn­ir kveðst vera að íhuga að íhuga að bjóða sig fram til for­seta Íslands. Hún seg­ir marga hafa komið að máli við sig og hvatt hana til að fara fram. Því hafi hún eðli­lega leitt hug­ann að embætt­inu.

„Því er til að svara að marg­ir hafa hvatt mig til fram­boðs. Bæði fólk sem ég þekki og fólk sem ég þekki ekki. Mér til nokk­urr­ar undr­un­ar,“ seg­ir Alma. 

Hún seg­ist hafa fengið skila­boð, tölvu­pósta og sím­töl þar sem hún er hvött til fram­boðs auk þess að eiga sam­töl um málið á förn­um vegi. 

„Þegar fólk hef­ur haft sam­band þá leiðir maður hug­ann óhjá­kvæmi­lega að mál­inu. Þannig að það er ekki rétt að ég hafi ákveðið að bjóða mig fram en það er mik­ill heiður að vera nefnd í þessu sam­hengi,“ seg­ir Alma. 

„Ég er samt ekki lengra kom­in en svo að ég er að íhuga að íhuga for­setafram­boð,“ seg­ir Alma. 

Fimm hafa til­kynnt um fram­boð

Þegar hafa Axel Pét­ur Magnús­son, Arn­ar Þór Jóns­son, Ástþór Magnús­son, Tóm­as Logi Hall­gríms­son og Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir til­kynnt um fram­boð. For­seta­kosn­ing­ar fara fram í júní næst­kom­andi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina