Þrír sviptir leyfi það sem af er ári

Fiskistofa hefur svipt þrjá báta um veiðileyfi vegna brottkasts það …
Fiskistofa hefur svipt þrjá báta um veiðileyfi vegna brottkasts það sem af er ári. Tveir þeirra hafa áður verið sviptir veiðileyfi. mbl.is/RAX

Fiski­stofa hef­ur svipt þrjá báta veiðileyfi tíma­bundið frá ára­mót­um og er ástæðan brott­kast í öll­um til­vik­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

Var Fálkat­ind­ur NS-99 svipt­ur leyfi til veiða í fjór­tán daga frá út­gáfu næsta leyf­is til grá­sleppu­veiða, en bát­arn­ir Hrönn NS-50 og Skáley SH-300 voru svipt­ir leyfi til strand­veiða í eina viku. Er þetta önn­ur veiðileyf­is­svipt­ing Fálkat­inds og Hrann­ar á und­an­förn­um tveim­ur árum.

Brot Fálkat­inds sneru að þessu sinni að brott­kasti á aðeins sex fisk­um 5. maí 2023 þegar bát­ur­inn var á grá­sleppu­veiðum, en brotið átti sér stað áður en ít­rek­un­ar­áhrif fyrri veiðileyf­is­svipt­ing­ar runnu út. „Að mati Fiski­stofu eru ít­rek­un­ar­tengsl brota í fyrri ákvörðun og því málið sem nú er til meðferðar full­nægj­andi, enda um sams kon­ar brot að ræða,“ seg­ir í ákvörðun Fiski­stofu.

Hinn 30. mars 2022 hafði áhöfn­in verið staðin að brott­kasti á 16 þorsk­um er bát­ur­inn var á grálseppu­veiðum, en ít­rek­un­ar­áhrif ákv­arðana Fiski­stofu gilda í tvö ár. Var Fálkat­ind­ur þá svipt­ur veiðileyfi í viku frá og með upp­hafs­degi veiðitíma­bils grá­sleppu­veiða árið 2023.

Drónar Fiskistofu hafa fylgst með bátum undanfarin ár.
Drón­ar Fiski­stofu hafa fylgst með bát­um und­an­far­in ár. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hrönn var veiðileyf­is­svipt í byrj­un fe­brú­ar fyr­ir brott­kast á aðeins fimm þorsk­um 3. maí 2023. „Að mati Fiski­stofu er um bein ásetn­ings­brot skip­stjóra að ræða og brot­in því ámæl­is­verð þó þau telj­ist ekki meiri­hátt­ar,“ seg­ir í ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar.

Síðast var Hrönn veiðileyf­is­svipt 2023 en þá í eina viku, frá 19. júní til og með 25. júní vegna tveggja mála. Ann­ars veg­ar vegna brott­kasts á 14 þorsk­um og ein­um skar­kola 25. mars 2023 og 26 þorsk­um og þrem­ur skar­kol­um 28. mars sama ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: