Klúðraði endurkomunni og móðgaði áhorfendur

Gillis gerði grín af nýju gullskóm Trump.
Gillis gerði grín af nýju gullskóm Trump. Samsett mynd

Banda­ríski uppist­and­ar­inn Shane Gill­is sló ekki í gegn hjá áhorf­end­um Sat­ur­day Nig­ht Live síðastliðið laug­ar­dags­kvöld. Gill­is kom fram sem gesta­stjórn­andi í gam­anþætt­in­um en frammistaðan þótti held­ur mis­lukkuð og þá sér­stak­lega átta mín­útna uppistand hans í upp­hafi þátt­ar­ins. 

Gill­is, sem er fyrr­ver­andi starfsmaður Sat­ur­day Nig­ht Live, ræddi meðal ann­ars um brottrekst­ur sinn sem átti sér stað árið 2019, en brottrekstr­ar­sök­in var sú að Gill­is fór með óviðeig­andi um­mæli í hlaðvarpsþætti. Hon­um var sagt upp eft­ir aðeins fimm daga í starfi. 

Brand­ara­valið ekki vin­sælt

„Ég er hér,“ sagði hinn 36 ára gamli uppist­and­ari þegar hann steig á svið fyr­ir fram­an áhorf­end­ur, fimm árum eft­ir að hafa verið sagt upp. „Flest ykk­ar hafa ör­ugg­lega ekki hug­mynd um hver ég er. Mér var sagt upp, héðan, fyr­ir nokkru síðan,“ sagði Gill­is í fram­haldi.

Brand­ara­val Gill­is lagðist ekki vel í áhorf­end­ur. Hann gerði meðal ann­ars grín af fjöl­skyldu syst­ur sinn­ar, en hún er gift Egypta og einnig nokkr­um fjöl­skyldumeðlim­um sem greind­ir eru með Downs-heil­kenni. Leik­hæfi­leik­ar Gill­is voru einnig ekki upp á marga fiska og var aug­ljóst að hann las text­ann sinn af skjáv­ar­pa. 

Gill­is er reglu­leg­ur gest­ur í hlaðvarpsþætti Joe Rog­an.

mbl.is