Árangurslausri loðnuleit formlega lokið

Allri loðnileit er nú formlega lokið og halda hafrannsóknaskipin í …
Allri loðnileit er nú formlega lokið og halda hafrannsóknaskipin í marsrall. mbl.is/Árni Sæberg

Loðnu­leit Heima­eyj­ar VE norðvest­ur af land­inu skilaði litl­um ár­angri og er nú allri form­legri leit nú lokið og ljóst að eng­in loðnu­veiði verði þetta árið. Er þetta tap upp á nokkra tugi millj­arða í út­flutn­ings­verðmæti.

„Enn sem komið er hef­ur mælst aðeins um kannski helm­ing­ur þess magns af full­orðni loðnu sem mæld­ist síðastliðið haust,“ svar­ar Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, spurður hvort vitað sé hvað varð um loðnuna sem mæld­ist síðastliðið haust.

„Það er auðvitað ekki hægt að úti­loka að meira eigi eft­ir að skila sér til hrygn­ing­ar á næstu vik­um, og þá sér­stak­lega vest­an til. Hins­veg­ar þurf­um við að skoða það bet­ur hvað gæti skýrt þenn­an mun en það eru ýms­ir þætt­ir sem geta átt hluta að máli varðandi haust­mæl­ing­una, svo sem óvissa í mæl­ing­um, óvissa í aðgrein­ingu á kynþroska og ókynþroska loðnu en hún var blandaðri en jafn­an, og fleira,“ út­skýr­ir hann.

Guðmund­ur seg­ir haf­rann­sókna­skip­in tvö, Árna Friðriks­son og Bjarna Sæ­munds­son, sinna stofn­mæl­ingu botn­fiska í svo­kölluðu marsralli næstu vik­urn­ar. Verða skip­in vest­an og norðan við land.

„Við mun­um fá upp­lýs­ing­ar frá þeim ef ein­hverj­ar loðnu­göng­ur þar birt­ast. Eins eru við í sam­skipti við önn­ur skip á miðunum af sömu ástæðum. Það er sú vökt­un sem við verðum með, það er sem sagt eng­in frek­ari skipu­lögð leit framund­an,“ seg­ir hann.

mbl.is