Íhugar alvarlega forsetaframboð

Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð.
Halla Tómasdóttir íhugar forsetaframboð. Ljósmynd/Aðsend

Halla Tóm­as­dótt­ir, sem bauð sig fram til for­seta í kosn­ing­un­um árið 2016, íhug­ar al­var­lega að end­ur­taka leik­inn og bjóða sig fram til for­seta Íslands. Hún seg­ist hafa fengið hvatn­ingu hvaðanæva af land­inu um að fara fram. 

„Ég hef lofað að íhuga þetta al­var­lega en ég er í krefj­andi starfi og hleyp ekki frá mik­il­væg­um verk­efn­um þar. Ég hef fengið mikla og breiða hvatn­ingu, hvaðanæva af land­inu og þykir ákaf­lega vænt um það. Ég hef ein­læga trú á Íslandi og hvernig embætti for­seta get­ur styrkt sam­fé­lag okk­ar og látið til sín taka í sam­fé­lagi þjóða,“ seg­ir Halla í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn mbl.is 

Halla er nú for­stjóri B team og hef­ur aðset­ur í New York. 

For­seta­kosn­ing­ar fara fram í júní á þessu ári og þegar hafa fimm fram­bjóðend­ur lýst yfir fram­boði. Það eru þau Axel Pét­ur Magnús­son, Arn­ar Þór Jóns­son, Ástþór Magnús­son, Tóm­as Logi Hall­gríms­son og Sig­ríður Hrund Pét­urs­dótt­ir.

mbl.is