„Þetta eru illa ígrundaðar breytingar“

Axel Helgason segir grásleppusjómönnum mismunað í nýrri reglugerð um veiðarnar …
Axel Helgason segir grásleppusjómönnum mismunað í nýrri reglugerð um veiðarnar sem sett var aðeins viku áður en veiðar eiga að hefjast. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Grá­sleppu­veiðin hefst á morg­un, en ákvörðun Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur – sem gegn­ir starfi mat­vælaráðherra í fjar­vist Svandís­ar Svavars­dótt­ur – um að flýta upp­hafs­dag veiðanna um 19 daga með aðeins viku fyr­ir­vara fer mis­vel í fleiri grá­sleppu­sjó­menn sem telja um óvandaða stjórn­sýslu að ræða.

Þegar ný reglu­gerð var sett um veiðarn­ar rétt fyr­ir helgi voru grá­sleppu­sjó­menn mis­langt komn­ir með und­ir­bún­ing báta og búnaðar og lýsa fleiri sem 200 míl­ur hef­ur rætt við óánægju með ójafn­vægi sem skap­ast hef­ur með þess­ari ákvörðun og skort á fyr­ir­sjá­an­leika í til­hög­un veiðanna.

Vert er að geta þess að fyrst var opnað um að sækja um veiðileyfi á mánu­dag og gilda um veiðarn­ar 1. til 20. mars aðrar regl­ur en ann­ars gilda. Munu því þeir sem hefja veiðar síðar vera í hættu að þurfa að stunda veiðarn­ar við önn­ur skil­yrði en þeir sem hófu veiðar snemma sem grá­sleppu­sjó­menn telja vega að jafn­ræði.

Axel Helga­son sem gert hef­ur út á grá­sleppu um ára­bil tel­ur skyndi­lega breyt­ingu á um­gjörð veiðanna sýna skort á fyr­ir­sjá­an­leika og þann ómögu­leik­an sem felst í veiðikerf­inu eins og það er núna.

Ójafn leik­ur

Axel seg­ir fleiri inn­byggða galla í reglu­gerðinni sem sett var 22. fe­brú­ar um að grá­sleppu­veiðar skyldu hefjast 1. mars í stað 20. mars. Velt­ir hann fyr­ir sér hvort höf­und­ar henn­ar skilji hvernig grá­sleppu­sjó­lenn skipu­leggji sig til veiða.

„Á meðan við erum í fyr­ir­komu­lagi sem velt­ir á föst­um fjölda veiðidaga er á flest­um veiðisvæðum keppni um lagn­ir í upp­hafi veiðitíma­bils. Það er þekkt hvaða svæði eru best og menn fara á upp­hafs­degi veiða að kepp­ast um að ná að leggja á sín­um stæðum. Með þess­ari aðgerð skap­ast gríðarlegt ójafn­vægi, það eru aðilar sem eru til­bún­ir og munu fara 1. mars en þeir munu hafa for­skot vegna þessa stutta fyr­ir­vara.,“ seg­ir Axel.

Byrja fyrr og fá fleiri daga en aðrir

Grá­sleppu­veiðum er stjórnað þannig að hverj­um bát sem sæk­ir um er út­hlutað veiðileyfi bundið við ákveðinn fjölda sókn­ar­daga, alla jafna 25 daga, en í nýju reglu­gerðinni fyr­ir veiðarn­ar sem hefjast á morg­un er gert ráð fyr­ir því að hver lönd­un telj­ist sem einn dag­ur fram til 20. mars.

„Þetta er al­gjör­lega nýtt og al­gjör­lega gal­in nálg­un,“ seg­ir Axel og bend­ir á að miðað við reglu­gerðina borg­ar sig að bíða með að draga net­in og sleppa því að landa sé hægt að lengja veiðitíma­bilið. Með því að landa aðeins ann­an hvern dag t.d. get­ur sá sem byrj­ar veiðar á morg­un verið á veiðum í 18 daga til 20. mars og eru aðeins tald­ir um níu veiðidag­ar.

Sá sem hins veg­ar byrj­ar veiðar 20. mars þarf – að óbreyttu – að veiða sam­kvæmt eldra fyr­ir­komu­lagi og hef­ur þá 25 daga en ekki 25 land­an­ir. Bát­ar sem hófu veiðar 1. mars eiga þó 16 daga eft­ir og hafa því fengið 34 veiðidaga.

„Al­menn skyn­semi seg­ir manni að það sé ekki hægt að mis­muna svona,“ seg­ir Axel.

Grásleppubáturinn Neisti. Grásleppusjómenn eru mislangt komnir í undirbúningi veiðanna.
Grá­sleppu­bát­ur­inn Neisti. Grá­sleppu­sjó­menn eru mis­langt komn­ir í und­ir­bún­ingi veiðanna. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

Gegn mark­miðum um um­gengni 

Axel seg­ir þetta einnig fara þvert gegn mark­miðum um bætta um­gengni um auðlind­ina sem unnið hef­ur verið að í mörg ár. „All­ur hvati ætti að vera til að aðilar sem hefja veiðarn­ar snemma á vertíðinni dragi ört og hafi til þess hvata, sem er t.d. að landa meðafla í mikl­um gæðum. Nú er hins veg­ar gerður öf­ug­ur hvati sem þarfn­ast skýr­inga.“

Í nýrri reglu­gerð er gert ráð fyr­ir að bát­ur megi aðeins vera með það magn neta í sjó sem hann get­ur dregið í einni veiðiferð. Axel vek­ur hins veg­ar at­hygli á því að það sjái eng­in fyr­ir hvert afla­magnið verði né hvernig net­in fyll­ast eft­ir tíðarfari af þara. Einnig bend­ir hann á að þessi nálg­un skapi ójafna stöðu sem miðast þá við burðargetu báta sem stunda þess­ar veiðar. 

„Þetta eru illa ígrundaðar breyt­ing­ar sem von­andi verður upp­lýst fljót­lega um hvaðan komu til­lög­ur um,“ seg­ir Axel.

mbl.is