Bubbi styður Ólaf Jóhann

Bubbi Morthens og Ólafur Jóhann.
Bubbi Morthens og Ólafur Jóhann. Samsett mynd/Kristinn/Eggert mbl.is

Tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens er áhuga­sam­ur um að Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son, rit­höf­und­ur og fyrr­um for­stjóri, bjóði sig fram til for­seta Íslands.

Á In­sta­gram seg­ir Bubbi: „Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur og maður margra kosta, ég yrði af­skap­lega sátt­ur ef hann væri til­bú­inn að bjóða sig fram til for­seta Íslands.“

Rúm­lega 600 manns hafa líkað við færslu Bubba.

Ólaf­ur Jó­hann ligg­ur und­ir feldi og íhug­ar málið, en hann mun hafa fengið fjölda hvatn­inga úr öll­um átt­um. Alma Möller land­lækn­ir er að kanna sína stöðu og Halla Tóm­as­dótt­ir hef­ur þegar sagst íhuga for­setafram­boð af al­vöru.

Bú­ist er við að til tíðinda dragi í fram­boðsmá­l­um um eða rétt eft­ir páska.

mbl.is