Fæðukeðja mannsins gæti verið í hættu

Rusl á víðavangi síast inn í jarðveginn og getur valdið …
Rusl á víðavangi síast inn í jarðveginn og getur valdið óafturkræfum skaða. AFP/ Mario Tama/ Getty Images

Alls skildu jarðarbú­ar eft­ir sig 2,3 millj­arða tonna af úr­gangi á síðasta ári og sam­kvæmt út­reikn­ing­um Sam­einuðu þjóðanna mun ruslahaug­ur­inn stækka um tvo-þriðju­hluta fyr­ir árið 2050.

Sam­einuðu þjóðirn­ar spá því að þessi aukn­ing komi til með að hafa gríðarleg­an kostnað í för með sér, einkum fyr­ir heilsu fólks, efna­hag­inn og um­hverfið.  

Auk­in meng­un óhjá­kvæmi­leg­ur fylgi­fisk­ur

Þá kem­ur fram í nýj­ustu rann­sókn­um Um­hverf­is­stofn­unn­ar SÞ (UNEP) að meng­un eigi eft­ir að aukast, þar sem enn meiri úr­gang­ur kalli á aukna urðun og brennslu sem jafn­framt þýði að enn fleiri gróður­húsaloft­teg­und­ir og eitruð efni sleppi út í and­rúms­loftið, í jarðveg­inn og í vatna­leiðir.

Án brýnna aðgerða gera áætlan­ir ráð fyr­ir að úr­gangs­fjallið muni vaxa í 3,8 millj­arða tonna um miðja öld, sem er um­fram fyrri spár.

Það bend­ir einnig til þess að efna­hags­leg byrði muni næst­um tvö­fald­ast, þegar „fal­inn kostnaður“ tengd­ur lé­legri förg­un úr­gangs vegna meng­un­ar, slæmr­ar heilsu og lofts­lags­breyt­inga er tek­inn með í reikn­ing­inn, og ná um 640 millj­örðum doll­ara á ári, árið 2050, úr um 361 millj­arði doll­ara árið 2020.

Aukning á úrgangi í heiminum er vaxandi vandamál.
Aukn­ing á úr­gangi í heim­in­um er vax­andi vanda­mál. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hugsa þarf um kom­andi kyn­slóðir

„Úrgangs­fram­leiðsla er í eðli sínu bund­in við lands­fram­leiðslu og mörg ört vax­andi hag­kerfi glíma við hraðan vöxt úr­gangs,“ er haft eft­ir In­ger And­er­sen, fram­kvæmda­stjóra UNEP.

Sagði hún jafn­framt að skýrsla UNEP og In­ternati­onal Solid Waste Associati­on (ISWA) gæti hjálpað stjórn­völd­um í viðleitni þeirra til að skapa sjálf­bær­ari sam­fé­lög og tryggja líf­væn­lega plán­etu fyr­ir kom­andi kyn­slóðir en skýrsl­an var kynnt á um­hverf­isþingi Sam­einuðu þjóðanna sem haldið var í vik­unni í Naíróbí.

Þá kem­ur fram í skýrslu Alþjóðabank­ans frá ár­inu 2018 að áætlað hafi verið að heim­ur­inn myndi fram­leiða 3,4 millj­arða tonna af úr­gangi ár­lega árið 2050.

Bæta þarf úr­gangs­stjórn­un

Tals­menn ISWA hafa sagt að nýja skýrsl­an og áætlan­irn­ar séu bæði leiðbein­ing­ar sem og ákall um aðgerðir til að finna lausn­ir.

Í skýrsl­unni kem­ur fram að þetta feli í sér í fyrsta lagi að koma í veg fyr­ir að ruslið verði til og betri förg­un og meðhöndl­un­araðferðir sem gætu tak­markað ár­leg­an nettó­kostnað árið 2050 við um 270 millj­arða doll­ara.

„Niður­stöður þess­ar­ar skýrslu sýna fram á að heim­ur­inn þarf nauðsyn­lega að bæta úr­gangs­stjórn­un til að koma í veg fyr­ir um­tals­verða meng­un, los­un gróður­húsaloft­teg­unda og nei­kvæð áhrif á heilsu manna,“ sagði Zoe Lenkiewicz, aðal­höf­und­ur skýrsl­unn­ar hjá UNEP. 

Urðun­ar­stöðvar heims­ins eru stór upp­spretta los­un­ar öfl­ugu gróður­húsaloft­teg­und­ar­inn­ar met­ans, sem losn­ar þegar líf­rænn úr­gang­ur, eins og mat­ar­leif­ar, brotn­ar niður, en flutn­ing­ur og vinnsla á rusli mynd­ar einnig kolt­ví­sýr­ing sem hit­ar plán­et­una.

Óaft­ur­kræf­ur skaði

Þá seg­ir jafn­framt í skýrsl­unni að sé ekki staðið rétt að förg­un úr­gangs geti hættu­leg efni borist í jarðveg, vatna­leiðir og and­rúms­loft og valdið lang­tímaskaða, hugs­an­lega óaft­ur­kræf­um skaða, á gróður og dýra­líf og haft nei­kvæð áhrif á líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika, skaðað allt vist­kerfið og farið inn í fæðukeðju manns­ins.

Er tekið fram að brenn­andi rusl geti losað svo­kölluð ei­lífðarefni út í and­rúms­loftið, sem geta haft veru­lega skaðleg áhrif á heilsu manna og á um­hverfið, en rann­sókn­ir benda til að allt að millj­ón manns deyi ár­lega af völd­um veik­inda, þar á meðal niður­gangi, malaríu, hjarta­sjúk­dóm­um og krabba­meini, sem tengj­ast ómeðhöndluðum úr­gangi.

mbl.is