Hvalur hf. sektað um 400 þúsund krónur

Hvalur 8 við veiðar.
Hvalur 8 við veiðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mast hef­ur til­kynnt Hval hf. um að fyr­ir­tækið hljóti stjórn­valds­sekt upp á 400 þúsund krón­ur sök­um þess að of lang­ur tími leið á milli þess sem sem fyrra og síðara skot voru tek­in þegar hval­ur var af­lífaður við veiðar.

Hval­veiðar voru stöðvaðar tíma­bundið þann 14. sept­em­ber á síðasta ári eft­ir brot á lög­um um vel­ferð dýra. Var bannið sett á í kjöl­far þess að lang­ur tímið leið á milli skota þegar langreyður var af­lífaður.

„Fyr­ir­tæki braut dýra­vel­ferðarlög við hval­veiðar með því að hálf­tími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkr­um mín­út­um eft­ir síðara skotið. Sam­kvæmt reglu­gerð um hval­veiðar skal án taf­ar fram­kvæma end­ur­skot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórn­valds­sekt 400.000 kr,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef Mast.

mbl.is