Kaldbakur fékk yfirhalningu á Akureyri

Búið er að mála Kaldbak EA sem og vinna að …
Búið er að mála Kaldbak EA sem og vinna að viðhaldi. Verkið var unnið í Slippnum á Akureyri og tók um fjórar vikur. Ljósmynd/Samherji

Kald­bak­ur EA er orðinn stór­glæsi­leg­ur eft­ir að hafa fengið yf­ir­haln­ingu. Var á dög­un­um lokið við að mála ís­fisk­tog­ar­ann í Slippn­um á Ak­ur­eyri auk þess sem unnið var að viðhaldi. Alls tók verk­efnið um fjór­ar vik­ur og stóðust all­ar tíma­áætlan­ir, seg­ir Sig­urður Rögn­valds­son verk­efna­stjóri hjá út­gerðarsviði Sam­herja í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

Syst­ur­skip­in Björg EA og Björg­úlf­ur EA fengu álíka meðferð á síðasta ári.

„Skrokk­ur skips­ins var málaður, einnig milli­dekk og lest­ar­rými. Kald­bak­ur er sjö ára gam­alt skip og þess vegna þótti skyn­sam­legt að ráðast í nokkr­ar end­ur­bæt­ur, svo sem upp­tekt á aðal­vél og lag­fær­ing­ar á stýris­búnaði. Þessi syst­ur­skip hafa reynst af­skap­lega vel í alla staði en með tím­an­um þarf auðvitað að huga að fyr­ir­byggj­andi end­ur­bót­um og þeim er nú lokið. Við get­um hik­laust sagt að skip­in séu í topp standi, þökk sé út­gerð og áhöfn­um skip­anna,“ seg­ir Sig­urður.

Þá var skrúf­an á Kald­bak máluð með hágæða botn­máln­ingu, sem ætlað er að draga úr ol­íu­notk­un. Skrúf­an á Björgu EA var einnig máluð fyr­ir nokkru síðan með sömu máln­ingu.

„Yf­ir­leitt eru skrúf­ur skipa ekki málaðar en til­raun­ir með það hafa verið gerðar á und­an­förn­um árum. Máln­ing­in hindr­ar að gróður fest­ist á skrúf­unni, sem eyk­ur viðnám henn­ar í sjón­um og þar með ol­íu­notk­un. Það er vissu­lega erfitt að mæla ár­ang­ur­inn ná­kvæm­lega en við höf­um trú á að þessi hágæða máln­ing komi til með að skila til­ætluðum ár­angri,“ út­skýr­ir Sig­urður.

Það er ekki lítið verkefni að mála togara.
Það er ekki lítið verk­efni að mála tog­ara. Ljós­mynd/​Sam­herji
Skrúfan á Kaldbaki var máluð með sérstakri málningu til að …
Skrúf­an á Kald­baki var máluð með sér­stakri máln­ingu til að ná betri eldsneyt­isnýt­ingu. Ljós­mynd/​Sam­herji
KAldbakur var orðinn fallegur þegar togarinn yfirgaf Slippinn.
KAld­bak­ur var orðinn fal­leg­ur þegar tog­ar­inn yf­ir­gaf Slipp­inn. Ljós­mynd/​Sam­herji



mbl.is