Rafræn söfnun getur hafist í dag

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fram­bjóðend­ur til embætt­is for­seta Íslands geta í dag haf­ist handa við að safna und­ir­skrift­um á net­inu, en frá 1. mars er hægt að safna meðmæl­um ra­f­rænt. Frest­ur­inn til að bjóða sig fram renn­ur hins veg­ar ekki út fyrr en 26. apríl og hinn 2. maí mun lands­kjör­stjórn aug­lýsa hver eru í fram­boði. Kjör­dag­ur er 1. júní 2024.

„Mikið hagræði er fyr­ir fram­bjóðanda, meðmæl­end­ur og lands­kjör­stjórn að nota ra­f­rænt meðmæla­kerfi,“ seg­ir á Ísland.is.

For­setafram­bjóðandi þarf að safna meðmæl­um með fram­boði sínu frá kjós­end­um. Meðmæli skulu ekki vera færri en 1.500 og ekki fleiri en 3.000, en viðmiðum um fjölda meðmæl­enda hef­ur ekki verið breytt um ára­bil. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: