Sala nýrra rafbíla heldur áfram að hrynja

Rafbíll í hleðslu.
Rafbíll í hleðslu. mbl.is/Árni Sæberg

Sala raf­bíla dróst sam­an um 79,3% á milli ára ef borið er sam­an fe­brú­ar í ár við sama tíma í fyrra. Sala nýrra fólks­bíla dróst al­mennt veru­lega sam­an eða alls um 57,5%.

Alls voru skráðir 397 nýir fólks­bíl­ar nú í fe­brú­ar en voru 935 í sama mánuði í fyrra.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Bíl­greina­sam­bands­ins.

Eins og hef­ur verið greint frá þá dróst sam­an sala raf­bíla um 50% á milli ára í janú­ar sam­an­borið við sama tíma­bil árið 2023.

Minnsti sam­drátt­ur­inn í sölu dísel­bíla

Fram kem­ur að hlut­fall raf­bíla er hæst þegar skoðað er heild­ar­sölu eft­ir orku­gjöf­um það sem af er ári, eða 31,1%. Ten­gilt­vinn kem­ur þar á eft­ir með 21,8% af söl­unni, hybrid 19,6%, dísel 19,4% og bens­ín 8,0% sem hlut­fall söl­unn­ar.

Hvað varðar breyt­ingu orku­gjafa milli ára er sam­drátt­ur í öll­um orku­gjöf­um, mest þó í raf­bíl­um og bens­ín­bíl­um sem báðir eru yfir 60% sam­drátt. Minnsti sam­drátt­ur­inn er í sölu dísel­bíla, eða um 33,6%

„Ef við horf­um á sölu það sem af er ári er sam­drátt­ur upp á 48,8% milli ára. Seld­ir hafa verið 854 nýir fólks­bíl­ar en miðað við sama tíma­bil í fyrra seld­ust 1.668 nýir fólks­bíl­ar fyrstu tvo mánuði árs­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Toyota er með um 20,5% markaðshlut­deild og þar á eft­ir kem­ur Dacia Dust­er, sem er vin­sæll kost­ur ferðamanna, og Land Rover. Dacia Dust­er og Land Rover eru hvor um sig með um 8% markaðshlut­deild.

Leiðrétt­ing: Í fyrri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar sagði í inn­gangs­setn­ingu að sala raf­bíla hefði dreg­ist sam­an um 60% á um­ræddu tíma­bili en raun­in er 79,3% sam­drátt­ur.

mbl.is