Útlendingamálin og afmæli bjórsins í aðalhlutverki

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Arnar Sigurðsson og Kjartan Vídó Ólafsson eru …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Arnar Sigurðsson og Kjartan Vídó Ólafsson eru viðmælendur Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum þessarar viku. Samsett mynd

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, ræðir út­lend­inga­mál­in af kappi í næsta þætti af Spurs­mál­um und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar. 

Þátt­ur­inn verður sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Af­mæli bjórs­ins

Í dag eru 35 ár liðin frá því að bjór­bann­inu var aflétt á Íslandi. Það er því vel við hæfi að fagna af­mæli bjórs­ins og rekja sögu hans í þætti dags­ins.

Bjór­sér­fræðing­arn­ir þeir Arn­ar Sig­urðsson, eig­andi vín­versl­un­ar­inn­ar Santé, og Kjart­an Vídó Ólafs­son, markaðsstjóri Hand­knatt­leiks­sam­bands Íslands og einn eig­enda brugg­verk­smiðjunn­ar The Brot­h­ers Brewery, koma í settið til að stikla á stóru um sögu bjórs­ins þá og nú. Einnig munu þeir varpa ljósi á skoðanir sín­ar á fyr­ir­ferðarmestu frétta­mál­um líðandi viku.

Ekki missa af stór­skemmti­leg­um og spenn­andi þætti af Spurs­mál­um hér á mbl.is á slag­inu kl. 14 alla föstu­daga. 

mbl.is