Elton John hrósar Laufeyju í hástert

Elton John spjallaði við Laufeyju Lín Jónsdóttur í hlaðvarpinu Rocket …
Elton John spjallaði við Laufeyju Lín Jónsdóttur í hlaðvarpinu Rocket Hour á dögunum. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir var á dög­un­um gest­ur í hlaðvarpi stór­stjörn­unn­ar Elt­ons Johns, Rocket Hour.

Í þætt­in­um lof­sam­ar John tónlist Lauf­eyj­ar og hrós­ar henni í há­stert. Þau ræddu meðal ann­ars um yf­ir­stand­andi tón­leika­ferðalag henn­ar, en hún fór bein­ustu leið í tón­leika­ferðalag af Grammy-verðlauna­hátíðinni í Los Ang­eles þar sem hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun. 

Reikn­ar með að heim­sækja næst­um all­ar heims­álf­urn­ar

„Sem tón­list­armaður veit ég hve góður tón­list­armaður þú ert. Það er svo frá­bært að heyra í þér og sjá hvað þú hef­ur náð góðum ár­angri,“ seg­ir John í klippu sem hann birti á In­sta­gram úr hlaðvarp­inu. Í kjöl­farið spyr hann hvað sé á döf­inni hjá tón­list­ar­kon­unni. 

„Ég held að þetta sé fyrsta stóra tón­leika­árið mitt. Ég verð mikið á ferðalagi og reikna með að heim­sækja næst­um all­ar heims­álf­urn­ar,“ svar­ar Lauf­ey. 

John seg­ir að hon­um finn­ist dá­sam­legt að sjá kon­ur vera að blómstra inn­an tón­list­ar­heims­ins og nefn­ir þar stór­stjörn­ur á borð við Lönu Del Rey og Bill­ie Eil­ish. „Það er ynd­is­legt að sjá kon­urn­ar vera að blómstra og gera alla góðu tón­list­ina, og þú ert svo sann­ar­lega ein af þeim sem eru að ryðja þá braut,“ seg­ir John. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Elt­on John (@elt­onjohn)

mbl.is