Katrín: Ekki leitt hugann að Bessastöðum

„Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru …
„Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði Katrín. mbl.is/Samsett mynd/Árni Sæberg

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra þurfti að svara því í tvígang á Alþingi hvort að hún hygðist bjóða sig fram til for­seta. Hún kvaðst ekki hafa leitt hug­ann að slíku fram­boði. 

Þetta kem­ur fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma í Alþingi fyrr í dag.

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, þingmaður Flokks fólks­ins, beindi fyr­ir­spurn sinni að Katrínu en hann sagði að í nýliðinni kjör­dæm­a­viku hafi ótrú­leg­ur fjöldi kjós­enda spurt hann hvort að Katrín ætlaði í for­setafram­boð. Upp­skar þessi fyr­ir­spurn hans mik­inn hlát­ur í þing­inu.

Svar Katrín­ar virt­ist þó ekki úti­loka fram­boð.

„Ég ætla bara að segja það að ég trúi því nú varla að í kjör­dæm­a­viku þing­manna Flokks fólks­ins hafi þetta verið eina spurn­ingu - aðal­spurn­ing­in. Þannig að ég vil bara hug­hreysta hátt­virt­an þing­mann og segja að ég er bara enn í starfi mínu sem for­sæt­is­ráðherra og verð hér áfram um sinn,“ svaraði Katrín.

Ekki leitt hug­ann að fram­boði

Guðmund­ur fór þá aft­ur upp í pontu og sagði þetta ekki svara spurn­ing­unni sinni.

„Já eða nei - af eða á: Ætlar hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra að bjóða sig fram til for­seta eða er hann að íhuga það?“ spurði Guðmund­ur.

„Ég hef ekki leitt hug­ann að slíku fram­boði enda eru ærin verk­efni í for­sæt­is­ráðuneyt­inu,“ svaraði Katrín og upp­skar hlát­ur í þingsaln­um.

mbl.is