Man ekkert hvar hann var 1. mars 1989

Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður man ekkert hvar hann var þegar bjórinn var leyfður þann 1. mars 1989. Sennilega hafi hann þó drukkið sér til óminnis.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Spursmálum en ásamt honum var þar mættur til leiks Kjartan Vídó sem er einn aðstandenda The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum.

Kjartan var barn í Vestmannaeyjum þegar hin miklu umskipti urðu á íslensku þjóðfélagi með lögleiðingu bjórsölunnar en segist þó muna glögglega eftir þessum atburðum.

Viðtalið við þá Arnar og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina