Aðdáendur segja Swift andlega og líkamlega uppgefna

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Gíf­ur­legt álag hef­ur verið á banda­rísku tón­list­ar­kon­unni Tayl­or Swift upp á síðkastið. Áhyggju­full­ir aðdá­end­ur Swift segja hana and­lega og lík­am­lega upp­gefna, en tón­list­ar­kon­an virt­ist veiklu­leg og óstyrk á tón­leik­um sín­um í Singa­púr á mánu­dags­kvöldið. 

Swift hef­ur verið í sviðsljós­inu í tæp tutt­ugu ár. Hún kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið 2004, aðeins 14 ára göm­ul. Frá þeim tíma hef­ur Swift verið á fljúg­andi sigl­ingu, en síðustu ár hafa verið sér­stak­lega viðburðarrík og öfl­ug, bæði inn­an tón­list­ar­geir­ans og einka­lífs­ins.

Tón­list­ar­kon­an var val­in mann­eskja árs­ins 2023, fann ást­ina í örm­um íþrótta­manns­ins Tra­vis Kelce, gerðist form­lega millj­arðamær­ing­ur og hóf gríðarlega far­sælt tón­leika­ferðalag sitt, Eras Tour. Swift byrjaði tón­leika­ferðalag sitt í mars á síðasta ári og hef­ur ferðast vítt og breitt um heim­inn í tæpt ár. Eras Tour lýk­ur um miðjan des­em­ber­mánuð og er því nóg eft­ir.

Aðdá­end­um tón­list­ar­kon­unn­ar, hóp­ur­inn sem geng­ur und­ir nafn­inu Swifties, leist ekki á blik­una þegar mynd­skeið frá tón­leik­um henn­ar í Singa­púr fóru að birt­ast á síðum sam­fé­lags­miðla í gær.

Marg­ir höfðu áhyggj­ur af því að Swift væri á leið að keyra sig í þrot, en tón­list­ar­kon­an er með þrjá tón­leika til viðbót­ar á dag­skrá í borg­inni áður en hún held­ur í gott hvíld­ar­frí. Swift legg­ur af stað til Frakk­lands í maí en þá hefst tón­leika­ferðalagið að nýju.

mbl.is