„Auðvitað bregður manni þegar svona gerist“

Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Eyþór/María Matthíasdóttir

Ráðherr­arn­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son segja að Alþingi þurfi að fara vel yfir ör­ygg­is­mál­in í kjöl­farið á uppá­kom­unni sem varð á Alþingi í gær þegar aðgerðarsinn­ar hófu há­reysti á þing­pöll­um og einn þeirra hafi gert sig lík­leg­an til að stökkva niður í þingsal­inn.

„Ég var nú reynd­ar ekki stadd­ur í þingsal en auðvitað bregður manni þegar svona ger­ist,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, við mbl.is.

„Það fyrsta sem kom upp í hug­ann er að maður finn­ur til með fólki sem á um sárt að binda í þeim aðstæðum sem eru uppi en það er auðvitað mik­il­vægt að þing­störf­in geti gengið sem skildi á lög­gjafa­sam­kund­unni.“

Spurður hvort þetta at­vik kalli á frek­ari ör­ygg­is­gæslu seg­ir Guðmund­ur Ingi:

„Það er eitt­hvað sem þingið þarf að meta og ég treysti for­seta Alþing­is og skrif­stofu­stjór­an­um að meta það með lög­regl­unni,“ seg­ir Guðmund­ur.

Kall­ar á skoðun á ör­ygg­is­gæslu

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra var ekki stadd­ur í alþing­is­hús­inu þegar at­b­urður­inn átti sér stað.

„Ég sá þetta bara í frétt­um og auðvitað er svona lagað alltaf graf al­var­legt og kall­ar aug­ljós­lega á skoðun á ör­ygg­is­gæslu,“ seg­ir Sig­urður við mbl.is.

Sig­urður seg­ir að það sé auk­in pól­araser­ing hér á landi sem og í öðrum sam­fé­lög­un­um en hon­um finnst mik­il­vægt að geta haldið í það sem er þekkt á Íslandi þar sem hef­ur verið ákveðið frjáls­ræði.

„Eðli­leg­ast er að skoða vel yfir svona at­b­urði og átta sig á því hvort það sé hægt að koma í veg fyr­ir þá.“

mbl.is