Eina tilboðið í slipptöku Freyju ógilt

Varðskipið Freyja á Skjálfandaflóa. Aðeins eitt tilboð fékkst í slipptöku …
Varðskipið Freyja á Skjálfandaflóa. Aðeins eitt tilboð fékkst í slipptöku skipsins. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Aðeins barst eitt til­boð í slipp­töku varðskips­ins Freyju og var það frá norsku fyr­ir­tæki. Eft­ir skoðun var til­boðið metið ógilt, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Rík­is­kaup aug­lýstu eft­ir til­boðum í slipp­töku Freyju og var opn­un­ar­dag­ur 19. fe­brú­ar síðastliðinn en þyngd­ar­dreif­ing Freyju hent­ar ekki ís­lensk­um slipp­um og því barst ekk­ert ís­lenskt til­boð.

Eina til­boðið var frá skipa­smíðastöðinni GMC Yard as. í Stavan­ger í Nor­egi. Hljóðaði það upp á tæp­lega 700 þúsund evr­ur, eða jafn­v­irði 104 millj­óna ís­lenskra króna. Kostnaðaráætl­un hljóðaði upp á 657 þúsund evr­ur, jafn­v­irði 98 millj­óna ís­lenskra króna.

„Ákveðnir fyr­ir­var­ar voru í til­boði GMC sem gerðu það að verk­um að til­boðið var metið ógilt. Þar sem fyr­ir­tækið var eini aðil­inn sem skilaði til­boði var ákveðið að ganga til samn­ingaviðræðna við GMC, sem standa nú yfir,“ seg­ir Ásgeir Er­lends­son upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: