Embla hitti Stranger Things-stjörnu í Lundúnum

Embla Wigum stillti sér upp með leikkonunni Millie Bobby Brown!
Embla Wigum stillti sér upp með leikkonunni Millie Bobby Brown! Samsett mynd

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an og förðun­ar­fræðing­ur­inn Embla Wig­um kom mörg­um á óvart þegar hún birti mynd af sér með Stran­ger Things-stjörn­unni Millie Bobby Brown á In­sta­gram. 

Í vik­unni mætti Embla á for­sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Damsel sem vænt­an­leg er á streym­isveit­una Net­flix á morg­un, föstu­dag, en þar hitti hún Brown sem fer með aðal­hlut­verk í kvik­mynd­inni ásamt Ray Winst­one, Brooke Cart­er, Robin Wright og Ang­ela Bas­sett.

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur Brown notið mik­illa vin­sælda, en hún skaust upp á stjörnu­him­in­inn þegar hún fór með hlut­verk Eleven í Net­flix-þátt­un­um Stran­ger Things. Hún hef­ur hlotið fjölda verðlauna og hlaut tvær Emmy-til­nefn­ing­ar fyr­ir hlut­verkið, þá fyrstu árið 2017 þegar hún var aðeins 13 ára göm­ul.

Fær spenn­andi tæki­færi í Lund­ún­um

Embla er bú­sett í Lund­ún­um þar sem hún starfar við efn­is­sköp­un fyr­ir sam­fé­lags­miðla, en hún er með yfir 3,8 millj­ón­ir fylgj­enda þvert á miðla henn­ar. Hún flutti til Lund­úna í árs­lok og hef­ur síðan þá fengið tæki­færi til að mæta á fjölda spenn­andi viðburða.

mbl.is