Mikil óánægja með einkaþjálfun Loga Geirssonar

Logi Geirsson hefur hægt í nægu að snúast frá því …
Logi Geirsson hefur hægt í nægu að snúast frá því hann lagði keppnisskóna á hilluna. Ljósmynd/Skjáskot RÚV

Nokkuð heit­ar umræður sköpuðust á Face­book-grúpp­unni „Moti­vati­on stelp­ur“ í gær­dag um Loga Geirs­son, fyrr­ver­andi landsliðsmann í hand­knatt­leik. Meðlim­ur grúpp­unn­ar og viðskipta­vin­ur Fjar­Forms, þjálf­un­ar­fyr­ir­tæki Loga, setti inn færslu og for­vitnaðist um hvort aðrir meðlim­ir grúpp­unn­ar hefðu reynslu af svar­leysi og seina­gangi þjálf­ar­ans.

Flestall­ar sem tóku þátt í umræðunni deildu svipaðri reynslu af Loga og sögðu flest­ar að það væri hálf ómögu­legt að ná í hann, en reglu­leg sam­skipti þjálf­ara og viðskipta­vin­ar eru stór hluti af pró­gramm­inu sem Fjar­Form kynn­ir.

Ein greindi meðal ann­ars frá því að henni hafi borist tölvu­póst­ur með nán­ast eng­um upp­lýs­ing­um, inni­hélt hvorki mat­ar- né æf­inga­pró­gram, en reikn­ing­ur fyr­ir per­sónu­legri þjón­ustu Loga, sem hann aug­lýs­ir meðal ann­ars á Face­book, fór beint í inn­heimtu. Sú hætti strax.

Logi hef­ur ekk­ert birt á Face­book-síðu Fjar­Forms frá því 1. janú­ar en þá til­kynnti hann að skrán­ing væri haf­in fyr­ir 2024 og birti verðskrá.

Í verðskránni er að finna verð á allri þjón­ustu Loga. Hann býður meðal ann­ars upp á staka ástands­mæl­ingu á 9.900 krón­ur, stök mat­ar- og eða æf­inga­pró­grömm á 12.000 krón­ur og sam­eig­in­legt pró­gramm á 19.900 krón­ur. 60 mín­útna víd­eófund­ur er það dýr­asta sem hann býður upp á en hann kost­ar 24.900 krón­ur. Val er um 30 mín­útna víd­eófund á 15.900 krón­ur.

Vefsíðu þjálf­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins, fjar­form.is, virðist einnig hafa verið lokað.

mbl.is