Stockfish heiðrar minningu Evu Maríu

Eva María Daníels var metnaðarfull framakona.
Eva María Daníels var metnaðarfull framakona. Ljósmynd/Valgarður Gíslason

Kvik­mynda­hátíðin Stockfish fer fram í tí­unda sinn dag­ana 4.-14. apríl í Bíó Para­dís. Fleiri en 25 nýj­ar kvik­mynd­ir verða sýnd­ar auk fjölda stutt­mynda sem taka þátt í stutt­mynda­keppni hátíðar­inn­ar, Sprett­fisk.

Stofnaður hef­ur verið nýr verðlauna­flokk­ur til að heiðra minn­ingu ís­lensku kvik­mynda­gerðar­kon­unn­ar Evu Maríu Daniels, titlaður Evu Maríu Daní­els-verðlaun­in. Kvik­mynda­gerðar­kon­an lést á síðasta ári eft­ir erfiða bar­áttu við krabba­mein. Hún var 43 ára göm­ul. 

Sig­ur­veg­ar­inn hlýt­ur eina og hálfa millj­ón

Einn þátt­tak­andi, fram­leiðandi eða leik­stjóri, í Sprett­fisk-stutt­mynda­keppn­inni hlýt­ur verðlaun­in í minn­ingu um áfram­hald­andi fram­lag Evu Maríu til næstu bylgju kvik­mynda­gerðarmanna á Íslandi. Er þetta gert í sam­starfi við fjöl­skyldu henn­ar. Vinn­ings­haf­inn hlýt­ur eina og hálfa millj­ón ís­lenskra króna til að þróa og vinna að næsta verk­efni sínu.

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn Riva Mar­ker, sam­starfs­kona Evu Maríu til margra ára, fer fyr­ir dóm­nefnd­inni sem mun sjá um að velja sig­ur­veg­ar­ann.

Sprett­fisk-keppn­in er einn af horn­stein­um Stockfish og varp­ar ljósi á upp­renn­andi ís­lenskt kvik­mynda­gerðarfólk. 20 stutt­mynd­ir urðu fyr­ir val­inu og verða sýnd­ar á hátíðinni í ár. Stutt­mynd­irn­ar skipt­ast upp í fjóra flokka: besta leikna mynd­in, besta heim­ild­ar­mynd­in, besta tón­list­ar­mynd­bandið og besta til­rauna­mynd­in.

Mark­mið Stockfish er að þjóna sam­fé­lag­inu ásamt því að efla og auðga kvik­mynda­menn­ingu á Íslandi. Stockfish er lyfti­stöng fyr­ir kvik­myndaiðnaðinn bæði er­lend­is og inn­an­lands. 

mbl.is