Brauðtertur á Bessastöðum og „aðhald á tekjuhliðinni“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Logi Einarsson, Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Felix …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Logi Einarsson, Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Felix Bergsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti af Spursmálum. Samsett mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar voru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti Spursmála sem sýndur var í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14.

Þar voru stóru samfélagsmálin kapprædd; kjarasamningar, ríkisstjórnarsamstarfið, útlendingamálin og ýmislegt fleira.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan og er hún öllum aðgengileg.

Fjölskrúðug fréttavika að baki

Ekki er hægt að tala um að fréttaþurrð hafi einkennt vikuna sem senn er á enda. Þau Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush og fjölmiðlamaðurinn og leikarinn Felix Bergsson rýndu helstu fréttir líðandi viku í þættinum.

Úrslit Söngvakeppninnar og óvissa með þátttöku í Eurovision komust í hámæli í vikunni ásamt undirritun nýrra kjarasamninga sem loks varð að veruleika.

Mansalsmál í veitingaiðnaðinum og upphlaup á Alþingi hafa einnig verið á allra vörum en ekki síður bilun á samfélagsmiðlum Meta, Facebook og Instagram, sem átti sér stað á þriðjudag og lét heimsbyggðina fá hland fyrir hjartað.

Þetta og meira til var til umræðu í nýjasta þætti af Spursmálum.

Vertu með puttann á púlsinum og fylgstu með spennandi og afdráttarlausri samfélagsumræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga kl. 14.

mbl.is