Brauðtertur á Bessastöðum og „aðhald á tekjuhliðinni“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Logi Einarsson, Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Felix …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Logi Einarsson, Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Felix Bergsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í nýjasta þætti af Spursmálum. Samsett mynd

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son formaður Miðflokks­ins og Logi Ein­ars­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar voru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála sem sýnd­ur var í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14.

Þar voru stóru sam­fé­lags­mál­in kapp­rædd; kjara­samn­ing­ar, rík­is­stjórn­ar­sam­starfið, út­lend­inga­mál­in og ým­is­legt fleira.

Upp­töku af þætt­in­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan og er hún öll­um aðgengi­leg.

Fjöl­skrúðug frétta­vika að baki

Ekki er hægt að tala um að fréttaþurrð hafi ein­kennt vik­una sem senn er á enda. Þau Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir eig­andi Blush og fjöl­miðlamaður­inn og leik­ar­inn Fel­ix Bergs­son rýndu helstu frétt­ir líðandi viku í þætt­in­um.

Úrslit Söngv­akeppn­inn­ar og óvissa með þátt­töku í Eurovisi­on komust í há­mæli í vik­unni ásamt und­ir­rit­un nýrra kjara­samn­inga sem loks varð að veru­leika.

Man­sals­mál í veit­ingaiðnaðinum og upp­hlaup á Alþingi hafa einnig verið á allra vör­um en ekki síður bil­un á sam­fé­lags­miðlum Meta, Face­book og In­sta­gram, sem átti sér stað á þriðju­dag og lét heims­byggðina fá hland fyr­ir hjartað.

Þetta og meira til var til umræðu í nýj­asta þætti af Spurs­mál­um.

Vertu með putt­ann á púls­in­um og fylgstu með spenn­andi og af­drátt­ar­lausri sam­fé­lagsum­ræðu í Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga kl. 14.

mbl.is