Fengu allir sokka í tilefni mottumars

Afhending sokkanna um borð í Snæfelli EA 310. Fv.: Anna …
Afhending sokkanna um borð í Snæfelli EA 310. Fv.: Anna María Kristinsdóttir, Óli Hjálmar Ólason , Hafþór Máni Baldursson og Ásgeir Guðbjartur Pálsson, Ljósmynd/Samherji

All­ir karl­ar sem starfa hjá Sam­herja fá af­henta sokka í til­efni af „mottumars“ en út­gerðin hef­ur um ára­bil stutt við þetta átak Krabba­meins­fé­lags­ins sem til­einkað er körl­um með krabba­mein. Að þessu sinni er lögð áhersla á gildi hreyf­ing­ar sem for­varn­ar gegn krabba­mein­um hjá körl­um en um leið afl­ar fé­lagið fjár fyr­ir starf­semi fé­lags­ins, meðal ann­ars með sölu „mottumars“-sokka.

„ Við erum afar þakk­lát Krabba­meins­fé­lag­inu fyr­ir þetta átak. Krabba­mein er sjúk­dóm­ur sem snert­ir all­ar fjöl­skyld­ur fyrr eða síðar með ein­hverj­um hætti. Þess vegna er mik­il­vægt að gera allt sem hægt er til að stemma stigu við sjúk­dómn­um, meðal ann­ars með Mottumars. Þetta metnaðarfulla ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags­ins er kær­komið tæki­færi til að taka hönd­um sam­an í vit­und­ar­vakn­ingu um krabba­mein,“ seg­ir Anna María Krist­ins­dótt­ir mannauðsstjóri Sam­herja í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

Í færsl­unni er vak­in at­hygli á að þriðji hver karl­maður grein­ist með krabba­mein ein­hvern tím­ann á lífs­leiðinni. Sam­kvæmt töl­fræðilegri sam­an­tekt frá ár­un­um 2017 til 2022 greind­ust 937 karl­ar ár­lega með krabba­mein og á sama tíma­bili lét­ust 325 karl­ar ár­lega úr krabba­mein­um. Þótt mikl­ar fram­far­ir hafi átt sér stað í meðferð krabba­meina á und­an­förn­um árum og fimm ára lífs­horf­ur hafi auk­ist veru­lega er staðreynd­in sú að fjórðung­ur dán­ar­meina er af völd­um krabba­meina.

Í fræðslu­efni Krabba­meins­fé­lags­ins er und­ir­strikað að reglu­bund­in hreyf­ing hafi ótví­rætt gildi fyr­ir al­menna heilsu og vellíðan. Rann­sókn­ir hafi með af­ger­andi hætti sýnt fram á að hreyf­ing dragi úr lík­um á ákveðnum krabba­mein­um og marg­vís­leg­um öðrum sjúk­dóm­um.

Sokkum var einnig úthlutað í ÚA: Fv. Sólveig Sigurjónsdóttir, Björgvin …
Sokk­um var einnig út­hlutað í ÚA: Fv. Sól­veig Sig­ur­jóns­dótt­ir, Björg­vin Árni Gunn­ars­son, Al­ger Cap­in, Andri Rós­in­berg Ant­ons­son. Ljós­mynd/​Sam­herji
Birkir Freyr Elvarsson í ÚA var sáttur með sitt par.
Birk­ir Freyr Elvars­son í ÚA var sátt­ur með sitt par. Ljós­mynd/​Sam­herji
mbl.is