Frumvarp um bann við TikTok samþykkt í þingnefnd

Shou Zi Chew, framkvæmdarstjóri TikTok, þurfti að bera vitni í …
Shou Zi Chew, framkvæmdarstjóri TikTok, þurfti að bera vitni í öldungadeidinni undir lok janúars. AFP/Getty Images/Alex Wong

Frum­varp sem myndi þvinga ByteD­ance til að selja dótt­ur­fyr­ir­tæki sitt TikT­ok, ella yrði for­ritið bannað í Banda­ríkj­un­um, er komið úr þing­nefnd í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings.

All­ir 50 þing­menn í orku- og viðskipta­nefnd­inni samþykktu frum­varpið og verður kosið um það í næstu viku. Í ljósi þess að þver­póli­tísk samstaða náðist um málið í nefnd er ekki talið ólík­legt að full­trúa­deild­in samþykki frum­varpið.

CNN bus­iness grein­ir frá.

Joe Biden fagn­ar frum­varp­inu

Ástæða frum­varps­ins er fyrst og fremst af þjóðarör­ygg­is­ástæðum. TikT­ok safn­ar mikl­um upp­lýs­ing­um um not­end­ur sína, en ótt­ast er að kín­verska ríkið hafi greiðan aðgang að þeim gögn­um. For­svars­menn TikT­ok hafna því al­farið en móður­fyr­ir­tækið ByteD­ance er kín­verskt.

Ef frum­varpið yrði að lög­um hefði ByteD­ance 165 daga til að selja TikT­ok. Ef ByteD­ance myndi ekki selja TikT­ok þá yrði ólög­legt fyr­ir for­rit eins og App store og Google play store að veita aðgang að TikT­ok.

Fram kom á blaðamanna­fundi upp­lýs­inga­full­trúa Hvíta húss­ins, Kar­ine Jean-Pi­eree, að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti fagnaði frum­varp­inu.

Enn nokkuð langt í land til að verða að lög­um

Til að verða að lög­um þyrfti full­trúa­deild­in að samþykkja frum­varpið og þá færi það til meðferðar hjá öld­unga­deild Banda­ríkjaþings. Örlög þess eru óljós­ari þar.

Formaður viðskipta­nefnd­ar öld­unga­deild­ar­inn­ar, Maria Cantwell, hef­ur ekki skuld­bundið sig til að koma frum­varp­inu fram.

„Ég mun ræða við öld­unga­deild­ina og koll­ega mína til að reyna að finna leið fram á við sem er stjórn­ar­skrár­bund­in og vernd­ar borg­ara­leg rétt­indi,“ sagði Cantwell í yf­ir­lýs­ingu til CNN.

Ef til þess kæmi að öld­unga­deild­in samþykkti þetta frum­varp þá þyrfti for­set­inn svo að skrifa und­ir líka.

mbl.is