Sigmundur Davíð og Logi mætast

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Logi Einarsson, Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Felix …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Logi Einarsson, Gerður Huld Arinbjarnardóttir og Felix Bergsson eru gestir Spursmála í dag. Samsett mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar takast á um málefni innflytjenda og hælisleitenda í næsta þætti Spursmála.

Þátturinn verður sýndur hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Útlendingamálin hafa verið í hámæli undanfarið og ekki laust við að stjórnarflokkunum greini á um málaflokkinn. Er því að búast við kraftmikilli og hispurslausri umræðu þegar skoðanir þessara tveggja þingmanna skerast í odda í Spursmálum dagsins.

Yfirferð á fréttum vikunnar verður ekki síður lífleg enda stór fréttavika að baki.

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi unaðsverslunarinnar Blush og fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson mæta í settið til að fara yfir það sem bar hæst á góma í vikunni sem senn er á enda undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Vertu með puttann á púlsinum! Ekki missa af fjörugri og hispurslausri samfélagsumræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga á slaginu kl. 14.

mbl.is