Ekki víst með þátttöku Heru Bjarkar

Ekki liggur endanlega fyrir hvort Hera Björk og lag hennar, Við förum hærra, verði framlag Íslands í Eurovision.

Þetta upplýsir Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins í viðtali í Spursmálum. Þar er hann gestur ásamt Gerði Arinbjarnar, eiganda og stofnanda Blush. Þar ræddu þau um söngvakeppnina og þær uppákomur sem urðu í kringum hana.

„Við þurfum að sjá til hvernig það fer. Við eigum líka eftir að sjá hvað gerist núna næstu daga. Þetta er ekki endanlega klárað. Þannig að við höfum sagt að við gefum okkur þann tíma sem þarf, eða RÚV hefur sagt að það gefi sér þann tíma.“

Enn óútkljáð

Þannig að það er ekki víst að hún fari út?

„Það er ekki búið að klára það mál.“

Grípur þá Gerður Arinbjarnar hjá Blush inn í samtalið og spyr: „Er það samt ekki bara einhver látaleikur til að búa til eitthvað?“

Felix vísar þá á framkvæmdastjóra söngvakeppninnar hér heima og útvarpsstjóra.

„En það eru aðrir sem þá bara svara fyrir það. Það eru framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og útvarpsstjóri sem eru með það mál á sínu borði og svo erum við hin bara tilbúin að stökkva af stað.“

Viðtalið við Felix og Gerði má sjá og heyra í heild sinni hér:



Hera Björk vann kosninguna um besta lagið í Söngvakeppni RÚV …
Hera Björk vann kosninguna um besta lagið í Söngvakeppni RÚV árið 2024 en enn liggur ekki fyrir hvort hún verði þátttakandi. Því veldur misbrestur í tæknikerfinu sem gerði fólki kleift að greiða atriðum í keppninni atkvæði sitt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is