Ekki víst með þátttöku Heru Bjarkar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 6:07
Loaded: 2.70%
Stream Type LIVE
Remaining Time 6:07
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ekki ligg­ur end­an­lega fyr­ir hvort Hera Björk og lag henn­ar, Við för­um hærra, verði fram­lag Íslands í Eurovisi­on.

Þetta upp­lýs­ir Fel­ix Bergs­son far­ar­stjóri ís­lenska hóps­ins í viðtali í Spurs­mál­um. Þar er hann gest­ur ásamt Gerði Ar­in­bjarn­ar, eig­anda og stofn­anda Blush. Þar ræddu þau um söngv­akeppn­ina og þær uppá­kom­ur sem urðu í kring­um hana.

„Við þurf­um að sjá til hvernig það fer. Við eig­um líka eft­ir að sjá hvað ger­ist núna næstu daga. Þetta er ekki end­an­lega klárað. Þannig að við höf­um sagt að við gef­um okk­ur þann tíma sem þarf, eða RÚV hef­ur sagt að það gefi sér þann tíma.“

Enn óút­kljáð

Þannig að það er ekki víst að hún fari út?

„Það er ekki búið að klára það mál.“

Gríp­ur þá Gerður Ar­in­bjarn­ar hjá Blush inn í sam­talið og spyr: „Er það samt ekki bara ein­hver láta­leik­ur til að búa til eitt­hvað?“

Fel­ix vís­ar þá á fram­kvæmda­stjóra söngv­akeppn­inn­ar hér heima og út­varps­stjóra.

„En það eru aðrir sem þá bara svara fyr­ir það. Það eru fram­kvæmda­stjóri Söngv­akeppn­inn­ar og út­varps­stjóri sem eru með það mál á sínu borði og svo erum við hin bara til­bú­in að stökkva af stað.“

Viðtalið við Fel­ix og Gerði má sjá og heyra í heild sinni hér:



Hera Björk vann kosninguna um besta lagið í Söngvakeppni RÚV …
Hera Björk vann kosn­ing­una um besta lagið í Söngv­akeppni RÚV árið 2024 en enn ligg­ur ekki fyr­ir hvort hún verði þátt­tak­andi. Því veld­ur mis­brest­ur í tækni­kerf­inu sem gerði fólki kleift að greiða atriðum í keppn­inni at­kvæði sitt. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is