Fordæmir enn hluta af stefnu jafnaðarmanna

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 7:07
Loaded: 2.32%
Stream Type LIVE
Remaining Time 7:07
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Logi Ein­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist enn for­dæma hluta af út­lend­inga­stefnu Mette Fredrik­sen, for­manns danskra jafnaðarmanna en at­hygli vakti árið 2021 þegar hann lét þung orð falla um þá stefnu sem syst­ur­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar inn­leiddi í kjöl­far síðustu þing­kosn­inga þar í landi. Fel­ur hún í sér mun stífara reglu­verk um mála­flokk­inn þar sem miðað er að því að draga að lang­stærst­um hluta úr straumi flótta­manna til Dan­merk­ur.

Logi er gest­ur Spurs­mála ásamt Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins. Þar eru flótta­manna­mál­in til umræðu.

Styður ekki búðir í Afr­íku

„Ég held að þeir sem lásu og fóru yfir það stefnuplagg sem Mette [for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur] setti fram, þeir sem lásu það stefnuplagg átta sig á því að það var ým­is­legt þar sem hef­ur ekki einu sinni ratað inn í umræðuna í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þar voru hug­mynd­ir um að setja upp búðir í Afr­íku­ríki og geyma fólkið þar. En það hef­ur komið fram sam­kvæmt breska hæsta­rétt­in­um að það stenst ekki mannúðarlög. Það er mjög ólík­legt að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu myndi samþykkja slíkt. Það voru svo­leiðis hlut­ir sem ég var að gagn­rýna. Það var líka talað með mjög ónær­gætn­um hætti um fólk sem væri ekki af vest­ræn­um upp­runa. Og það er bara orðalag sem ég gat ekki sætt mig við,“ seg­ir Logi.

- En þau gera það enn. Þau hafa t.d. tekið sam­an skýrslu sem sýn­ir það að það fer eft­ir því hvaðan fólk kem­ur í heim­in­um hversu mik­il at­vinnuþátt­taka er.

„Ég ef­ast um að meira að segja Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi vilja taka ómengaða þá stefnu upp.“

- Þannig að þú for­dæm­ir enn hluta af stefnu henn­ar?

„Já, hluta af stefnu henn­ar,“ svar­ar Logi.

Gjör­breytt heims­mynd

Sig­mund­ur gríp­ur þá bolt­ann og bend­ir á að mikið vatn hef­ur runnið til sjáv­ar frá þeim tíma þegar flótta­manna­lög­gjöf Vest­ur­landa var komið á fót í kjöl­far heims­styrj­ald­ar.

„Málið með þessi út­lend­inga­mál er að stjórn­mála­menn hér á Íslandi og aðrir í umræðunni, flest­ir, ekki all­ir auðvitað, virðast ekki gera sér grein fyr­ir eðli og um­fangi þessa vanda. Þetta er miklu, miklu stærri vandi en lang­flest­ir gera sér grein fyr­ir og eðlið er líka ólíkt. Hér er enn verið að tala eins og 1989 um ein­hverja fjöl­menn­ingu og ein­hverj­ir svona fras­ar. Þegar það alþjóðareglu­verk var sett upp úr seinni heims­styrj­öld, 1950-1951, eins og flótta­manna­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna, þá miðaði hann að því að taka tíma­bundið á þeim vanda þegar það er stríð að fólk gæti fært sig yfir í ná­granna­rík­in og beðið þar í ör­yggi. Nú er þetta orðið gjör­breytt. Fólk er farið að ferðast um heim­inn á miklu auðveld­ari hátt en áður en það er líka búið að byggja upp gríðarlega mikla glæp­a­starf­semi í kring­um smygl á fólki. og Evr­ópu­lög­regl­an bend­ir á að 95% þeirra sem koma til Evr­ópu, utan álf­unn­ar, til þess að sækja hér um hæli koma hér á veg­um glæpa­manna og setja fólkið í hættu. Selja ferðir og selja vænt­ing­ar. Selja t.d. Ísland. Metta vin­kona þín sagði Dan­mörk má ekki vera sölu­vara glæpa­gengja. Nú er Ísland orðið sölu­vara glæpa­gengja. Og það er ekki bara í hæl­is­leit­enda­mál­un­um eins og við sjá­um núna held­ur er líka verið að mis­nota þær heim­ild­ir sem eru til þess að taka inn á þeim for­send­um að það vanti vinnu­afl,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Bend­ir hann á að aðgerðal­eysi stjórn­valda valdi því að nú séu þessi mál kom­in gjör­sam­lega úr bönd­un­um.

„Við höf­um horft upp á þetta án þess að bregðast við. Þrátt fyr­ir að það sé aug­ljóst að við get­um ekki leng­ur látið eins og það sé árið 1950 þegar það er orðin skipu­lögð starf­semi að selja fólki vænt­ing­ar um lífs­kjör í Evr­ópu og ekki síst núna á Íslandi þar sem við höf­um tekið al­gjör­lega fram úr hinum Norður­lönd­un­um, sem hafa að ein­hverju leyti gert sér grein fyr­ir vand­an­um, lært af eig­in reynslu. Okk­ur virðist fyr­ir­munað að læra af reynslu þeirra og þess vegna eru 20-falt fleiri hæl­is­um­sókn­ir á Íslandi en í Dan­mörku hlut­falls­lega. Sem er ótrú­leg staðreynd en það á sér sín­ar skýr­ing­ar og þær eru sú stefna sem ís­lensk stjórn­völd hafa rekið og aðgerðal­eysi þeirra,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Efla þarf ís­lenska lög­gæslu

Bregst Logi þá við þess­um um­mæl­um Sig­mund­ar.

„Þessi hluti sem Sig­mund­ur kem­ur inn á og þarf að taka mjög al­var­lega, þar sem verið er að mis­nota fólk og þetta man­sal sem við erum að sjá birt­ast í ís­lensk­um veru­leika. Þetta bæt­um við ekki ein­göngu með því að fókusera á hæl­is­leit­enda­kerfið og bara alls ekki. Hvað höf­um við séð t.d. með ís­lenska lög­reglu á síðustu 10-15 árum? Ég held að það séu færri lög­reglu­menn núna en voru 2008. Það er minna fé sett í lög­regl­una per mann á nú­v­irði held­ur en nokk­ur sinni áður.“

- En hafið þið stutt til­lög­ur til dæm­is um að efla mögu­leika lög­regl­unn­ar til að fylgj­ast með alþjóðlegri glæp­a­starf­semi? Það hafa verið lögð fram frum­vörp þar um og menn hafa ekki komið slíkri lög­gjöf í gegn­um þingið. Hverj­ir bera ábyrgð á því?

„Rík­is­stjórn­in ber aug­ljós­lega ábyrgð á því að koma ekki sín­um mál­um í gegn.“

- En ykk­ur ber skylda til þess að styðja mál sem efla lög­gæsl­una?

„Okk­ur ber ekki skylda til þess að efla hvaða mál sem eru, Stefán. Í fyrsta lagi þá er grunn­atriðið að það þarf að efla til muna al­menna lög­gæslu.“

Vilja auka heim­ild­ir lög­reglu

- Það er ekki al­menn lög­gæsla sem tek­ur á alþjóðleg­um glæpa­hringj­um?

„Nei, það þarf að gera það vegna þess að menn sem er ætlað að vera í ákveðnum sér­störf­um eru að sinna al­menn­um störf­um. Það er það fyrsta. Við get­um ekki séð lög­regl­una grotna niður. Í öðru lagi er al­veg sjálfsagt og Sam­fylk­ing­in hef­ur aldrei sett sig upp á móti því að auka heim­ild­ir lög­reglu og auka mögu­leik­ana á því að taka á móti alþjóðlegri brot­a­starf­semi. Hins veg­ar er það í hlut­ar­ins eðli inni í þing­inu að við get­um tek­ist á um það hvernig það er gert og út­fært. Ég hef t.d. ekki fengið enn þá skýr­ingu á því af hverju að lög­regl­an þarf til dóm­ara til þess að sækja um ýmis leyfi ef að til­efni er til gruns en í nýj­um lög­um get­ur lög­regl­an upp á sitt eins­dæmi án þess að neitt til­efni sé til. Dóm­ar­ar eru hér um allt land. Þeir eru á vakt all­an sól­ar­hring­inn, alla daga árs­ins. Það tek­ur inn­an við sól­ar­hring fyr­ir þá að kveða upp úr með þetta. Í 90% til­vika er þetta heim­ilað vegna þess að lög­regl­an hef­ur und­ir­byggt hlut­inn vel þegar hún kem­ur fram með hann.“

- Þetta lýt­ur líka að heim­ild­um um að fá upp­lýs­ing­ar frá alþjóðleg­um lög­reglu­stofn­un­um.

„Við höf­um ekki sett okk­ur upp á móti því, að það yrðu fundn­ar leiðir til þess. Alls ekki,“ bæt­ir Logi við.

Viðtalið við Sig­mund Davíð og Loga má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is