Sigurður landaði fyrstu grásleppunni á Húsavík

Sigurður Kristjánsson var ánægður með sinn fyrsta grásleppuafla á þessari …
Sigurður Kristjánsson var ánægður með sinn fyrsta grásleppuafla á þessari vertíð. mbl.is/Hafþór

Fyrstu grá­slepp­unni sem landað var á Húsa­vík á þess­ari vertíð barst á land í dag þegar Sig­urður Kristjáns­son á Ósk ÞH 54 hafði vitjað net­anna.

Hann lagði net­in síðastliðinn laug­ar­dag og feng­ust um 400 kíló í 50 net og virt­ist hann ánægður með afl­ann þegar ljós­mynd­ari hitti hann á hafn­ar­bakk­an­um. Grá­slepp­an fór á fisk­markað.

Grásleppubáturinn landaði á Húsavík í dag.
Grá­sleppu­bát­ur­inn landaði á Húsa­vík í dag. mbl.is/​Hafþór

Grá­sleppu­bát­un­um hef­ur gengið mis­vel á veiðum en heilt yfir hafa bát­arn­ir landað 86,8 tonn af grá­sleppu frá því að veiðar hóf­ust 1. mars síðastliðinn.

Benni ST sem gerður er út frá Drangs­nesi hef­ur landað mest­um grá­sleppu­afla, nem­ur afl­inn 7.619 kíló­um.

mbl.is