Grindvíkingar spenna bogann: Staðan „grafalvarleg“

Hraun rann inn í Grindavík í janúar.
Hraun rann inn í Grindavík í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staða Grind­vík­inga á hús­næðismarkaði er grafal­var­leg, að mati Ásrún­ar Helgu Krist­ins­dótt­ur, for­seta bæj­ar­stjórn­ar í Grinda­vík.

Hún seg­ir Grind­vík­inga hafa orðið fyr­ir mik­illi út­gjalda­aukn­ingu eft­ir að þeim var gert að yf­ir­gefa heim­ili sín vegna jarðhrær­inga. Lána­kjör séu óhag­stæð og verðbólga hærri sem leiði af sér háar af­borg­an­ir.

„Við heyr­um dæmi um að Grind­vík­ing­ar sem ætla að kaupa hús­næði séu að spenna bog­ann mjög hátt. Maður hef­ur veru­leg­ur áhyggj­ur af því hvað ger­ist í fram­hald­inu. Er fólk að sigla í gjaldþrot? Þetta er erfið staða,” grein­ir Ásrún Helga frá.

Biðja um frek­ari úrræði

Bæj­ar­stjórn Grinda­vík­ur, Fé­lag eldri borg­ara í Grinda­vík, Verka­lýðsfé­lag Grinda­vík­ur og Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur hafa sent frá sér sam­stöðuyf­ir­lýs­ingu um að frek­ari stuðning­ur við Grind­vík­inga sé nauðsyn­leg­ur.

Þess var farið á leit við yf­ir­völd að Grind­vík­ing­ar nytu sömu kjara og fyrstu kaup­end­ur og fái helm­ingsafslátt af stimp­il­gjöld­um vegna fast­eigna­kaupa. Beðið var um að heim­ild yrði veitt til nýt­ing­ar á sér­eigna­sparnaði við kaup á fast­eign líkt og heim­ilt er fyr­ir fyrstu kaup­end­ur.

Einnig var óskað eft­ir því að öll­um Grind­vík­ing­um yrði veitt heim­ild til að sækja um hlut­deild­ar­lán líkt og fyrstu kaup­end­ur.

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík.
Ásrún Helga Krist­ins­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Grinda­vík. Ljós­mynd/​Grinda­vík­ur­bær

„Í miðjum storm­in­um“

„Það hef­ur margt verið gert en staða okk­ar á hús­næðismarkaði varðandi íbúðir er grafal­var­leg,” seg­ir Ásrún Helga og biður um frek­ari stuðning. 

Hún hvet­ur einnig til auk­ins fyr­ir­sjá­an­leika fyr­ir þá sem eru í leigu­hús­næði. Hús­næðisstuðning­ur varðandi leigu gild­ir út ág­úst og seg­ir hún borðleggj­andi að sá stuðning­ur verði fram­lengd­ur.

„Það er verið að ýta okk­ur út í að taka stór­ar ákv­arðanir en við erum ennþá í miðjum storm­in­um,” seg­ir hún um stöðuna al­mennt fyr­ir Grind­vík­inga og nefn­ir dæmi um að barn­marg­ar fjöl­skyld­ur hafi þurft að fjár­festa í efstu hæðum greiðslu­getu sinn­ar til að fá hent­ugt hús­næði. Þetta sé mikið áhyggju­efni.

Hún bend­ir jafn­framt á erfiðan hús­næðismarkaðinn þar sem marg­ir eru um hit­una. Erfitt hef­ur til að mynda reynst að út­vega minni íbúðir fyr­ir ein­stak­linga og pör.

Reykjanesbær.
Reykja­nes­bær.

Flytja lög­heim­ilið annað 

Marg­ir eru enn með lög­heim­ili í Grinda­vík en færst hef­ur í vöxt að barna­fjöl­skyld­ur sem eru að þiggja þjón­ustu í öðrum sveit­ar­fé­lög­um flytji lög­heim­ilið þangað. Spurð seg­ir Ásrún Helga þetta vera nokkra tugi.

„Það er mik­il­vægt að við sýn­um aðhald, sveit­ar­fé­lagið, og sjá­um fram á hvernig við get­um haldið okk­ar góða bæj­ar­fé­lagi sem lengst hjá okk­ur. Maður vill ekki missa von­ina en samt sem áður þarf maður að vera raun­sær um að við sjá­um ein­hverja framtíð áfram í Grinda­vík. Það er líka óvissa varðandi það og kannski dýrt fyr­ir þjóðina að ríkið eigi ein­hvern drauga­bæ suður með sjó,” seg­ir hún. Ávinn­ing­ur þjóðar­inn­ar sé að Grind­vík­ing­ar öðlist styrk á nýj­an leik. 

Tollhúsið við Tryggvagötu.
Toll­húsið við Tryggvagötu.

Hún nefn­ir að verið sé að byggja upp varn­argarða, búið sé að setja upp viðvör­un­ar­lúðra, og verið sé að bæta innviði. Slíkt gefi fólki sem vilji snúa aft­ur í bæ­inn aukna von.

Ein­göngu í Toll­hús­inu 

Bæj­ar­skrif­stof­ur Grinda­vík­ur eru núna ein­göngu í Toll­hús­inu við Tryggvagötu í Reykja­vík en þangað til í síðustu viku voru þær líka í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

Á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í dag átti að ræða um skipu­lag í tengsl­um við að koma á köldu vatni í Grinda­vík. Mögu­lega verður vatn­inu hleypt á í bæn­um í þess­ari viku og myndi það ger­ast í sam­vinnu við íbúa.

mbl.is