Verðhrun á mörkuðum veldur áhyggjum

Grásleppuvertíðin hófst 1. mars, en verð hefur fallið um 79% …
Grásleppuvertíðin hófst 1. mars, en verð hefur fallið um 79% á fiskmörkuðum síðan þá. mbl.is/Hafþór

Frá því að grá­sleppu­veiðar hóf­ust 1. mars hafa verið seld 81 tonn af grá­sleppu á fisk­mörkuðum lands­ins. Á sama tíma hef­ur meðal­verð fallið úr 625,95 krón­um á kíló á upp­hafs­degi veiða í 133,11 krón­ur í gær og er það tæp­lega 79% sam­drátt­ur.

Vænt­ing­ar voru um þokka­leg verð á vertíðinni þar sem verð tóku að hækka mikið strax í fe­brú­ar og náði verð há­marki 21. fe­brú­ar þegar meðal­verð nam 1.623,9 krón­um á kíló. Sá fisk­ur sem þá var í sölu var þó meðafli annarra veiða, enda ekki heim­ilt að stunda bein­ar grá­sleppu­veiðar.

Vert er að geta þess að í fe­brú­ar voru aðeins seld 28,3 tonn af grá­sleppu á fisk­mörkuðum sem er aðeins þriðjung­ur þess magns sem rataði á markaðina á þess­um 12 dög­um sem bein­ar grá­sleppu­veiðar hafa verið í gangi.

Áhyggj­ur hafa heyrst af stöðunni meðal grá­sleppu­manna og hafa sum­ir haft uppi efa­semd­ir um það hvort til­efni sé til að hefja veiðar. Ekki hafa þó all­ir sem hafa fengið grá­sleppu­leyfi hafið veiðar og eru fleiri sem stefna á að bíða og sjá hvort markaður­inn taki við sér á kom­andi dög­um.

mbl.is