NAMMCO mun funda í Reykjavík

Á fundi NAMMCO verður meðal annars rætt um dýraverndunarsjónarmið í …
Á fundi NAMMCO verður meðal annars rætt um dýraverndunarsjónarmið í tengslum við veiði sjávarspendýra. mbl.is/Þorgeir

Í næstu viku mun 31. fund­ur Norður-Atlans­hafs­sjáv­ar­spen­dýr­aráðið (NAMMCO) fara fram á Grand hót­eli í Reykja­vík. „Á fund­in­um verður fjallað um þær áskor­an­ir og tæki­færi sem standa frammi fyr­ir vernd­un og stjórn­un sjáv­ar­spen­dýra á Norður-Atlants­hafs­svæðinu, í dag og í framtíðinni,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá ráðinu.

Þá verður við upp­haf fund­ar­ins hald­in sér­stök mál­stofa þar sem fjallað verður um dýra­vel­ferðarsjón­ar­mið í tengsl­um við veiði sjáv­ar­spen­dýra sem og lag­aramma slíkra veiða.

NAMMCO eru alþjóðasam­tök stofnuð af Íslandi, Nor­egi, Fær­eyj­um og Græn­landi árið 1992 vegna óánægju með nálg­un Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC) til stjórn­un nýt­ing­ar á sjáv­ar­spen­dýr­um. Tel­ur NAMMCO að ákv­arðanir varðandi hval­veiðar eiga að byggj­ast á vís­inda­legri nálg­un sem taki til­lit til bæði marg­breyti­leika og viðkvæmni vist­kerf­is sjáv­ar og rétt­inda og þarfa strand­sam­fé­laga til að lifa sjálf­bært af því sem hafið get­ur veitt.

Kristján Loftsson (t.v.) og Jóhann Guðmundsson á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins …
Kristján Lofts­son (t.v.) og Jó­hann Guðmunds­son á fundi Alþjóða hval­veiðiráðsins (IWC) í Slóven­íu árið 2016. Íslend­ing­ar sem og aðrar þjóðir hafa gagn­rýnt aðferðir IWC. AFP

Gögn for­senda nýt­ing­ar

Á fund­in­um verða einnig umræður um verk­efn­in MINTAG og NASS-2024. MINTAG-verk­efnið hófst árið 2023 og snýr að því að þróa og setja upp lang­tíma gervi­hnatta­merki sem miða á ákveðnar hvala­teg­und­ir (þ.e. langreyðar, hrefn­ur og grind­hval) til að safna mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um um hreyf­ing­ar þeirra og stofnupp­bygg­ingu.

NASS-2024 er mæl­ing og fram­hald af 30 ára röð mæl­inga á Norður-Atlants­hafs­hvöl­um sem snýr að því að safna yf­ir­grips­mik­il gögn um fjölda og þróun hvala á Norður-Atlants­hafs­svæðinu. Slík­ar upp­lýs­ing­ar eru sagðar for­senda sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar hvala­stofna og er í frétta­til­kynn­ing­unni sér­sta­kelga vak­in at­huygli á mik­il­vægi þess í ljósi örra um­hverf­is­breyt­inga.

Fund­inn munu sitja full­trú­ar frá aðild­ar­ríkj­um Fær­eyja, Græn­lands, Íslands og Nor­egs auk áheyrn­ar­full­trúa frá Kan­ada, Dan­mörku, Jap­an og Banda­ríkj­un­um. Að auki, full­trú­ar frá Maki­vvik Corporati­on frá Qué­bec og nokkr­um alþjóðastofn­un­um, þar á meðal IWC, Norðaust­ur-Atlants­hafs­fisk­veiðiráðið (NEAFC) og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in IWMC.

mbl.is